Húnavaka - 01.05.2012, Page 184
H Ú N A V A K A 182
hrakaði jafnt og þétt þar til hún lést á líknardeild Landakots. Útför hennar fór
fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu þann 29. nóvember. Jarðsett var í
Fossvogskirkjugarði.
Anna Helgadóttir.
K. Karl Guðmundsson,
Skagaströnd
Fæddur 10. maí 1933 – Dáinn 11. desember 2011
Kristján Karl Guðmundsson fæddist á bænum Blálandi í Hallárdal. Hann var
sonur Guðmundar Júlíussonar og Elísabetar Kristjánsdóttur. Þegar Karl er um
6 ára aldur veiktist móðir hans og fjölskyldan tvístraðist. Karl átti þrjár systur,
þær eru: Ásdís, f. 1930, Engilráð, f. 1936 og Sólveig, f. 1939.
Karl fór í fóstur til hjónanna, Guðrúnar Einarsdóttur og Magnúsar Stein-
grímssonar, að Sæunnarstöðum, sem einnig var í Hallárdalnum en norðan
megin dalsins. Þegar þau seinna flytja búferlum að Vindhæli í sömu sveit flytur
hann með þeim. Þar á Karl heimili og starfar við búskapinn þar til hann
kynnist eftirlifandi eiginkonu sinni, Dagnýju Björk Hannesdóttur. Þau ganga
í hjónaband 14. nóvember 1965. Dagný er dóttir Jóhönnu Jónasdóttur og
Hannesar Júlíussonar.
Þau hjón eignuðust fimm börn: Einar Ólafur
fæddur 1964, hans kona er Hrefna Kristjánsdóttir,
hann á þrjár dætur, Krist ján, fæddur 1966, hans
kona er Björk Berglind Angantýsdóttir, hann á
þrjú börn, Kristín Björk, fædd 1968 en hennar
maður er Aron Karl Berg þórsson og þau eiga
fjóra syni, Jóhanna Guðrún, fædd 1974, hennar
maður er Þráinn Bessi Gunnars son, þau eignuðust
fjögur börn en þrjú eru á lífi. Yngst er Berglind,
fædd 1975, hennar maður er Jón Brynjar
Sigmundsson.
Fjölskylda Karls bjó alla tíð á Skagaströnd.
Lengst framan af bjuggu þau í húsinu Hjallholti
eða til ársins 1981 þegar Dagný og Karl reistu sér nýtt hús að Sunnuvegi 4,
þar sem þau bjuggu síðan.
Karl vann ýmis störf um ævina. Eins og oft var á þessum árum var sú vinna
tekin sem bauðst. Hann vann m.a. við fiskvinnslu, hjá Skipasmíðastöð
Guðmundar Lárussonar, á Vélaverkstæði Karls Berndsen og við akstur en
síðustu árin á vinnumarkaðnum vann hann hjá sveitarfélaginu, auk þess sem
hann var húsvörður í skólanum um árabil. Um tíma var hann auk þess
einkabílstjóri séra Péturs Þ. Ingjaldssonar.
Líf Karls, eins og svo margra á þessum árum, snerist um að fæða og klæða
hópinn sinn, sjá um að alltaf væri nóg að bíta og brenna. Karl var út sjónar-