Húnavaka - 01.05.2012, Page 185
H Ú N A V A K A 183
samur og handlaginn, kunni vel til verka og þekkti störfin bæði til sveita og
sjávar.
Karl var félagslyndur maður og naut þess að vera með vinum á góðri stund.
En það áhugamál sem átti hug og hjarta hans var tónlistin. Hann var mikill
söngmaður og söng um árabil með kór Hólaneskirkju. Einnig naut hann þess
að hlusta á góða tónlist og þá varð karlakórssöngur ofarlega á listanum.
Árið 2003 fór Karl að kenna sér þeirra veikinda sem síðar drógu hann til
dauða. Árið 2005 flytur hann á Dvalarheimilið Sæborg enda veikindin farin
að kalla á meiri þjónustu og umönnun en hægt er að veita í heimahúsi. Dagný
konan hans vann þá á Sæborg sem gerði þennan flutning bærilegri. Árið 2007
flutti hann á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi og dvaldi þar til dauða dags.
Karl var jarðsunginn frá Hólaneskirkju 19. desember og jarðsett var í
Spákonufellskirkjugarði.
Sr. Ursula Árnadóttir.
Guðlaug Sigurbergsdóttir
frá Eyri við Fáskrúðsfjörð
Fædd 5. maí 1916 – Dáin 14. des. 2011
Guðlaug, eða Lauga eins og hún var ávallt kölluð, fæddist á Eyri við
Fáskrúðsfjörð. Foreldrar hennar voru Oddný Þorsteinsdóttir frá Eyri og
Sigurbergur Oddson frá Hvammi. Þau eignuðust ellefu börn sem voru auk
Guðlaugar, sem var næst elst: Stefanía, Oddur, Þórunn, Sigsteinn, Arthur,
Valborg, Bragi og Baldur en þau eru látin. Guðbjörg og Karl lifa systkini sín.
Lauga ólst upp í föðurhúsum og fékk snemma það hlutverk að hjálpa
móður sinni við heimilisstörf og barnagæslu enda nóg að gera á stóru heimili.
Hjá móður sinni lærði hún snemma að sauma, prjóna og hekla og hafði alla
tíð af því ánægju og yndi.
Þann 15. júlí 1938 giftist hún Tryggva Krist-
jáns syni skipa- og húsasmíðameistara frá
Borgargarði á Stöðvarfirði. Hófu þau þar búskap
en fluttust svo til Keflavíkur 1946. Þau eignuðust
fjóra drengi, Hörð, sem er látinn, Hlyn, Kára og
Hólmar.
Tryggvi og Lauga byggðu sér fallegt heimili á
Sólvallagötu 30. Voru þau samhent hjón og gest-
risin og var þar oft margt um manninn. Fyrstu
árin tók Lauga að sér kost gangara en er drengirnir
stækkuðu vann hún við fiskvinnslu og einnig var
hún matráðskona á leikskóla í Keflavík. Tryggvi
lést þann 13. apríl 1976.
Seinni maður Laugu var Sveinn Ingimundarson frá Stöðvarfirði og flutti
hún til hans austur. Þau gengu í hjónaband á sumardaginn fyrsta þann 22.