Húnavaka - 01.05.2012, Síða 186
H Ú N A V A K A 184
apríl 1982. Þar með var Lauga aftur komin á heimaslóð. Sambúð þeirra var
skammvinn en Sveinn lést þann 12. febrúar 1984. Lauga var áfram á Stöðvar-
firði eftir andlát Sveins.
Hún var sérstaklega barngóð og áttu barnabörnin hug hennar og hjarta.
Eins komu krakkarnir í þorpinu ósjaldan til hennar og fengu nýbakaðar
kleinur og fleira góðgæti. Einnig hafði hún gaman af að fá ættingja og vini í
heimsókn og var þá ekkert til sparað.
Lauga bar aldur sinn sinn vel, kom fram á meðal fólks af reisn og virðingu
og ávallt lífsglöð og hress. Sumarið 2011 flutti hún á Blönduós til Hlyns, sonar
síns og Sigurlaugar Þóru konu hans en dvaldi síðustu mánuði á Heil-
brigðisstofnuninni á Blönduósi, þar sem hún andaðist.
Útför hennar fór fram frá Stöðvarfjarðarkirkju 28. desember. Prestur var
séra Gunnlaugur Stefánsson.
Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir.
Valtýr Blöndal Guðmundsson,
Bröttuhlíð, Svartárdal
Fæddur 20. júlí 1915 – Dáinn 22. desember 2011
Valtýr var fæddur að Steiná í Svartárdal. Foreldrar hans voru Jóhanna
Bjarnveig Jóhannesdóttir, af skagfirsku og húnvetnsku bergi brotin og Guð-
mundur Jakobsson frá Syðra-Tungukoti (nú Brúarhlíð) í Blöndudal og var
Valtýr einkabarn þeirra.
Á fyrsta ári fluttist Valtýr með foreldrum sínum að Valadal í Skörðum, þar
sem þau höfðu nokkra viðdvöl en næstu árin dvöldu þau á ýmsum bæj um í
Bólstaðarhlíðarhreppi, ýmist í húsmennsku eða á eigin vegum, einnig um tíma
í Svína vatns hreppi.
Bernskuár Valtýs urðu því nokkuð sundurslitin, vinnan varð hlutskipti hans,
jafnskjótt sem kraftar leyfðu en ekki leið hann skort í æsku. Einhverrar
barnafræðslu naut hann heima í sveitinni og árin eftir fermingu var hann í
vinnumennsku á ýmsum bæjum, m.a. á Bollastöðum í Blöndudal.
Árið 1934 fluttu foreldrar Valtýs að Bröttuhlíð í Svartárdal. Keyptu þau
jörðina og bjuggu þar allan sinn búskap eftir það. Brattahlíð, sem fyrrum hét
Eiríksstaðakot, er fremur landlítil jörð og túnstæði nokkuð grýtt. Þar búnaðist
fjölskyldunni vel, þótt ekki söfnuðu þau veraldlegum auði.
Árið 1947 lágu saman leiðir Valtýs og Ingibjargar Jónínu Baldvinsdóttur frá
Dæli í Sæmundarhlíð. Gengu þau í hjónaband 4. júlí 1950. Bjuggu þau næstu
árin félagsbúi með foreldrum Valtýs en við lát föður hans, vorið 1959, t óku
þau við búsforráðum, bjuggu þar farsælu búi með kindur og kýr og lengst af
nokkra mjólkursölu.
Valtýr var bóndi af lífi og sál, einstaklega natinn fjármaður og þekkti allar
sínar kindur með nafni. Hann var enginn byltingamaður í búskaparháttum,
hélt við gömlu vinnubrögðunum eins og að slá með orfi og ljá en hélt öllu vel