Húnavaka - 01.05.2012, Síða 197
195H Ú N A V A K A
börn og unglingar á grunnskólaaldri á
svæðinu þátttökurétt. Keppa þau í
nafni þess skóla sem þau stunda nám
við en skólarnir eru ótengdir mótunum
að öðru leyti. Mótin, sem eru mjög
vinsæl, eru haldin á Hvammstanga,
Blönduósi og Sauðárkróki. Frábært er
að sjá hvað krakkarnir eru orðnir
liprir reiðmenn, hvort sem það er í
tölti, fjórgangi, þrautabraut, smala
eða skeiði.
Ís-landsmót á Svínavatni er orðið
að árlegum viðburði í hestamennsk-
unni og var haldið fyrstu helgina í
mars. Ekkert er eins skemmtilegt og
að ríða út á ís en nokkuð leiðinlegt
veður var og þátttaka því ekki eins og
væntingar stóðu til. Fólk kom þó að
eins og fyrri ár, bæði að norðan og
sunnan og átti skemmtilegan dag.
Neistafélagar áttu einnig þátt tak-
endur í Húnvetnsku liðakeppn inni
sem haldin var á Hvammstanga og á
Blönduósi. Félagsmót Neista var hald-
ið í júní á keppnisvelli Neista í Arnar-
gerði og var það einnig úrtaka fyrir
Lands mót hestamanna en Neisti mátti
senda þangað 2 fulltrúa í hverjum
flokki.
Þátttakendur frá félaginu, sem fóru
á Landsmót hestamanna á Vind-
heimamelum í Skagafirði, stóðu sig
vel og voru félaginu til sóma í hvívetna
með góðri framkomu. Ólafur Magn-
ússon og Gáski frá Sveinsstöðum
gerðu þar góða hluti og urðu í 11. sæti
í B-flokki. Ólafur stóð sig afar vel á
keppnisvellinum, tók þátt í KS-deild-
inni, Húnvetnsku liðakeppninni, Ís-
landsmóti, Gullmóti Hafnarfjarðar,
félagsmóti Neista og á Landsmóti og
var í verðlaunasæti á öllum þessum
mótum. Hann var kosinn knapi árins
2011 hjá hestamannafélaginu Neista.
Undanfarin ár hefur Neisti séð um
undirbúning og framkvæmd hátíða-
halda 17. júní á Blönduósi.
Hjörtur Karl Einarsson, formaður.
SKOTFÉLAGIÐ MARKVISS.
Árið var á margan hátt gott ár í
starfsemi félagsins. Markviss átti kepp-
endur á 8 mótum og skutu þeir til
úrslita á þeim öllum. Norðurlands-
meistaratitillinn hélst innan félagsins
en Bergþór Pálsson vann Norður-
landsmótið sem fram fór á Akureyri
13. ágúst.
Ýmislegt var framkvæmt á skot-
svæð inu, þar má nefna að húsakostur
félagsins var málaður og ofnar keyptir
í félagshús. Einnig réðist gjaldkeri
félagsins í smíði á svokölluðu „Pattern
Plate“ og er það von stjórnar að fé-
lags menn eigi eftir að nýta sér bún-
aðinn við ákomumælingar á kom andi
sumri.
Félagið hélt upp á afmæli sitt, sam-
Sigurvegarar í tölti á féla gsmóti Neista
2011, Sigurgeir Njáll Bergþórsson og
Hátíð frá Blönduósi.