Húnavaka - 01.05.2012, Page 199
197H Ú N A V A K A
Á haustþingi leikskóla á Norðurlandi
vestra, sem haldið var á Blönduósi
þann 30. september, var boðið upp á
„Hláturjóga“ og námskeið frá „Blátt
áfram“.
Leikskólastjórar á Blönduósi,
Hólma vík, Hvamms tanga og Skaga-
strönd hittust alltaf reglulega ásamt
fræðslustjóra og tóku stöðuna á leik-
skólamálum.
Leikskólabörn og Þórunn deildar-
stjóri á Vallabóli voru hjá okkur í júní.
Börnunum fækkaði þar þegar grunn-
skólinn hætti og þótti okkur tilvalið að
auka tengslin og bjóða þeim að vera á
Barnabæ. Foreldrar barnanna voru
samþykkir þessu fyrirkomulagi og var
mjög gaman að hafa þau hjá okkur.
Að venju var gott samstarf við
foreldrafélag leikskólans og kom það
að mörgum málum. Hefð er orðin
fyrir því að foreldrafélagið sjái um
matinn á þorrablót, haldi vorhátíð og
bjóði í vorferð. Einnig greiða þau
húsnæði í útskriftarferðinni og skipu-
leggja jólaballið með okkur. Þegar
elstu börnin voru útskrifuð færði for-
eldrafélagið þeim talnagrind að gjöf.
Skólinn fór í fjögurra vikna sumarfrí
þann 3. júlí og var opnað aftur þann
3. ágúst.
Jóhanna G. Jónasdóttir, leikskólastjóri.
FRÁ BLÖNDUSKÓLA.
Veturinn 2010 til 2011 stund-
uðu 124 nemendur nám við
Blönduskóla en haustið 2011
hófu 118 nemendur nám við
skólann. Þegar undirrituð hóf
störf við skólann, sem íþrótta-
kennari fyrir tuttugu og fimm
árum síðan, voru rúmlega 220
nemendur í skólanum og hann
tvísetinn, þ.e. sumir bekkir voru
fyrir hádegi en aðrir eftir hádegi.
Margt hefur breyst á þessum árum,
þó ákveðnar hefðir hafi haldist í starfi
skólans og má þar helst nefna árs-
hátíðina, grímuballið og sumar-
skemmt unina. Eitt af því sem er öðru-
vísi en áður er starfstími skólans en ef
gluggað er í gamla Húnavöku frá
árinu 1987 má sjá að skólasetning
árið 1986 var 10. september. Það er
ég viss um að einhverjir nemendur
væru ánægðir með það fyrirkomulag.
Skóladagarnir og skólaárin eru þó
alltaf fljót að líða og þegar vorið fer
að nálgast heyrast oft raddir á
kaffistofu starfsfólks, „hvert fór tíminn
eiginlega?“ Í skólanum er alltaf nóg
um að vera, fjölbreytt nám og margs-
konar viðburðir og þá líður tíminn
fljótt. Hér verður stiklað á stóru í starfi
Blönduskóla árið 2011.
Í janúar fengum við góða heimsókn
á vegum verkefnisins Skáld í skólum
en til okkar komu ljóðskáldið Aðal-
steinn Ásberg og söngvaskáldið Svavar
Knútur. Þeir félagar sögðu okkur sögu
Steins Steinarrs og röktu feril hans í
ljóðum, söngvum og myndum.
Árshátíð skólans var haldin föstu-
daginn 25. febrúar og var glæsileg að
vanda. Sigurvegari „Blönduvision“
var Albert Óli Þorleifsson, nemandi í
Glaðlegur hópur að leik á Barnabæ.