Húnavaka - 01.05.2012, Page 204
H Ú N A V A K A 202
prýði. Um leið og þessi mót eru
keppni milli einstaklinga er þetta
einnig keppni milli skóla þar sem
nemendur safna stigum fyrir sinn
skóla og endaði Húna vallaskóli í
öðru sæti með 89 stig einungis fimm
stigum frá fyrsta sætinu.
Skólarnir í Húnavatnssýslum héldu
sitt árlega íþróttamót fyrir nemendur í
7.-10. bekk. Mótið var haldið á
Skagaströnd að þessu sinni og var hið
glæsilegasta. Allir stóðu sig með prýði
og skemmtu sér vel.
Hinrik Norðfjörð Valsson, dans-
kennari, kom í sína árlegu heimsókn
að Húnavöllum. Í eina viku stunduðu
nemendur dansnám af kappi. Að
venju lauk þessari dansviku með
sýningu fyrir foreldra og ættingja og
að henni lokinni hófst svo páskafríið.
Vorverkefni 5.-9. bekkjar þetta
vorið bar yfirskriftina „Hestar og
hestamennska“. Nemendur í 1.-4.
bekk skoðuðu sig um á Skagaströnd.
5., 6. og 7. bekkur fór að Hólum í
Hjaltadal og síðan í flúðasiglingu á
Blöndu og enduðu ferðina í nýju
sund lauginni á Blönduósi.
Nemendur 8. og 9. bekkjar
heimsóttu Skagafjörðinn, skoðuðu
Víðimýrarkirkju, fóru í river-rafting,
klettasig og að lokum í sund í Varma-
hlíð. Nemendur 10.
bekkjar fóru að venju til
Kaupmannahafnar og
skoðuðu sig um þar.
Lokadagur Húna-
valla skóla á þessu skóla-
ári var þriðudaginn 24.
maí. Dagurinn var á
létt um nótum með leikj-
um og glensi. Skólanum
var síðan slitið við há-
tíðlega athöfn fimmtu-
daginn 26. maí.
Skólastarf haust 2011.
Sigríður Bjarney Aadnegard, nýr
skólastjóri sameinaðra skólastofnana
sveitarfélagsins, tók til starfa í júlí er
Þorkell Ingimarsson lét af störfum.
Kennarar mættu til starfa fimmtu-
daginn 18. ágúst að loknu sumarleyfi.
Starfið hófst með sameiginlegu
námskeiði allra grunnskólanna í
sýslunum. Námskeiðið var haldið á
Blönduósi að þessu sinni og bar
yfirskriftina „Heilsueflandi skóli /
sjálfbær menntun“. Skólasetning fór
fram fimmtudaginn 25. ágúst og voru
60 nemendur skráðir í skólann þetta
haust. Námshópar eru fjórir, 1.-4.
bekk er kennt saman, 5. og 6. bekk, 7.
og 8. bekk og 9. og 10. bekk.
Skólaárinu er skipt í þrjár annir,
haust önn, vetrarönn og vorönn. Á
Valla bóli voru 11 nemendur skráðir á
haustönn.
Stærðfræðidagurinn var haldinn
fimmtudaginn 15. september en þá er
hefðbundið skólastarf brotið upp og
allt nám tileinkað stærðfræðinni.
Mynstur var þema dagsins og voru
verkefnin fjölbreytt og skemmtileg.
Nemendur unnu í hópum eftir aldri.
Eftir hádegi var svo Norræna skóla-
hlaupið en hefð er fyrir því að allir
Frá árshátíð. Ljósmyndari: Sigríður B. Aadnegard.