Húnavaka - 01.05.2012, Page 205
203H Ú N A V A K A
nemendur og kennarar taki þátt.
Nemendur geta valið um að fara 2,5
km, 5 eða 10 km og þess má geta að
fjórir nemendur fóru 10 km. Alls tóku
54 nemendur þátt í hlaupinu og fóru
þeir samtals 210 km.
Samræmd könnunarpróf fyrir
nem endur í 4., 7. og 10. bekk voru
haldin dagana 19. - 23. september.
Prófað var í stærðfræði og íslensku
auk ensku í 10. bekk. Árangur nem-
enda var með ágætum.
Í tilefni af Degi íslenskrar tungu,
þann 16. nóvember, hittust nemendur
leik- og grunnskólans og áttu saman
góða stund þar sem þeir sungu og lásu
ljóð íslenskra skálda.
Þennan dag hófst formlega Stóra-
upplestrarkeppnin, sem í Húna vatns-
sýslum er tileinkuð Grími Gíslasyni
heitnum og nefnist Framsagnarkeppni
grunnskólanna í Húnavatnsþingi. Það
eru nemendur í 7. bekk sem taka þátt
í keppninni.
Foreldrafélagið stóð fyrir leikhús-
ferð á Sauðárkrók fyrir nemendur
leik- og grunnskólans þann 4. nóv-
ember. Farið var að sjá leiksýninguna
„Allt í plati“ eftir Þröst Guðbjartsson.
Í leikritinu galdraði Lína langsokkur
til sín persónur úr þekktum barna-
leikritum, m.a. Mikka ref, Lilla klifur-
mús, Karíus og Baktus, Kasper, Jesp er
og Jónatan og Soffíu frænku.
Félagar frá Gideonfélaginu komu í
sína árlegu heimsókn og færðu nem-
endum 5. bekkjar Nýja testamentið og
Davíðssálma að gjöf.
Sláturgerðardagurinn var 13.
október en þá hjálpast allir nemendur
grunnskólans að við sláturgerð,
Oddný og Nanna sáu um skipulagn-
ing una og að finna verkefni fyrir
hvern og einn. Sláturdagurinn er
skemmtileg hefð og góð viðbót við
þau verkefni sem skólinn býður upp á.
Miðvikudaginn 9. nóvember
heimsóttu fulltrúar frá Rauða kross-
inum nemendur í 7. og 8. bekk. Það
voru þau Einar Óli Fossdal og Anna
Kristín Davíðsdóttir sem kynntu
starfsemi Rauða krossins og einnig
fengu nemendur að skoða sjúkrabíl.
Hilmar Frímannsson slökkviliðs-
stjóri heimsótti nemendur 3. og 4.
bekkjar og fræddi um eldvarnir. Nem-
endur 3. bekkar fengu bók um syst-
kinin, Loga og Glóð, og vasaljós að
gjöf. Allir nemendur í 3. og
4. bekk fengu svo handbók
Eldvarnabandalagsins um
eldvarnir heimila með sér
heim. Hilmar heimsótti
einnig nemendur leikskólans
og fræddi þau um eldvarnir.
Piparkökudagurinn var
haldinn hátíðlegur miðviku-
daginn 8. desember. Nem-
end ur á mið- og unglingastigi
settu saman piparkökuhús og
skreyttu. Börnin á yngsta
stigi skreyttu fígúrur af ýmsu
tagi. Afraksturinn var til
mikillar prýði í skólanum á
Jólatréð sótt.
Ljósmyndari: Kristín Jóna Sigurðardóttir.