Húnavaka - 01.05.2012, Side 207
205H Ú N A V A K A
arsson kennir á Blönduósi og Húna-
völlum.
Söngdeild Tónlistarskólans var
lögð niður og Þórhallur Barðason
hvarf til náms í Reykjavík.
Hefðbundnir jóla- og vortónleikar
nemenda skólans voru haldnir á öllum
kennslustöðum.
Tónlistarnemendur hafa líka kom-
ið fram við fjölmargar messur í hér-
aðinu.
Lúðrasveit Tónlistarskólans starf-
aði, eins og undanfarin ár og tóku
tveir nemendur þátt í landsmóti skóla-
lúðrasveita (eldri deilda) sem fram fór
á Selfossi.
Nemendur og kennarar skólans
tóku þátt í sameiginlegum jóla tón-
leikum með kirkjukórum Þingeyra-
klaustursprestakalls sem fram fóru á
aðventunni.
Skarphéðinn H. Einarsson, skólastjóri.
FRÉTTIR ÚR SVEITUM A-HÚN
FRÁ BHS 2011.
Þrátt fyrir að eldgos í Grímsvötnum
hafi ekki sent ösku yfir í Húna vatns-
sýslur var vorið 2011 engu að síður
kalt og langdregið. Sumarið var einnig
talsvert kaldara en undanfarin ár og
bitnaði það, ásamt þurrkum, talsvert
illa á sprettu og heyfeng bænda. Þó
náðu flestir að lokum þokkalegum
heybirgðum með því að seinka slætti
og slá víðar.
Umfang kornræktar jókst aðeins í
hekturum talið en vegna vorkulda og
næturfrosta um mánaðamótin sept-
ember/október varð uppskera lítil og
sumir akrar alveg ónýtir vegna frost-
skemmda.
Nautgriparækt.
Húnavatnssýslur og Strandir eru
nú gerðar upp sameiginlega og skilaði
árskýrin þar 5.233 kg á síðasta ári eða
43 kg meira en árið áður. Alls skiluðu
45 bændur skýrslum á árinu og eru að
meðaltali 30,4 árskýr á hverju búi.
Mestar afurðir í A-Hún. eftir árs-
kúna, ef raðað er eftir mjólkurmagni,
voru hjá Baldvini og Bjarneyju á
Tjörn en þar skilaði árskýrin 6.834 kg
mjólkur. Sigurður og Gróa á Brúsa-
stöðum verma annað sætið með 6.458
kg mjólkur og í þriðja sæti voru Stein-
ar og Linda á Steinnýjarstöðum með
6.202 kg eftir árskúna.
Nythæsta kýr í héraðinu, Braut á
Tjörn, var með 10.961 kg mjólkur. Í
öðru sæti var Kinna á Torfalæk með
9.711 kg og í því þriðja var Þræta á
Tjörn með 9.347 kg mjólkur.
Sauðfjárrækt.
Þegar þetta er ritað er komið upp-
gjör á sauðfjárskýrslum fyrir flest alla
sauðfjárbændur í sýslunni og virðast
heildarafurðir munu verða svipaðar
og undanfarin ár eða rúm 25 kg eftir
ána.
Efst í sýslunni, með afurðir eftir
hverja vetrarfóðraða á, eru þau Þor-
steinn og Ingibjörg á Auðólfsstöðum
með 34,3 kg. Í öðru sæti er Signý á
Balaskarði með 32,6 kg eftir ána og í
því þriðja eru Magnús og Líney í
Steinnesi með 31,8 kg eftir hverja á.
Þátttaka í sauðfjársæðingum og
lambadómum var álíka og undanfar in
ár. Af ómmældum og stiguðum lamb-
hrútum stóð efstur í sýslunni lamb-
hrútur nr. 26 hjá Jóni Kristófer á Hæli
með 88,5 stig. Þrír lambhrútar hlutu
síðan 88 stig, það voru hrútar nr. 1002
og 1018 hjá Jóhönnu og Gunnari á
Akri og hrútur nr. 788 hjá Birgi og
Þórunni á Kornsá. Þykkasti meðal
bak vöði í gimbrahjörð reyndist hjá