Húnavaka - 01.05.2012, Page 208
H Ú N A V A K A 206
Birni Þormóði og Dagnýju á Ytra-
Hóli en hann mældist 29,46 mm. Þar
næst komu gimbrar þeirra Ægis og
Gerðar í Stekkjardal með 28,94 mm
og í þriðja sæti gimbrar þeirra Sævars
og Önnu Margrétar á Sölvabakka
með 28,79 mm.
Hrossarækt.
Árið 2011 einkenndist af áfram-
hald andi samdrætti í sölu hrossa í
kjöl far kreppunnar. Haldnar voru
tvær sameiginlegar héraðssýningar
fyrir Húnavatnssýslur, önnur í maí en
hin í ágúst. Helmingi fleiri hross
mættu til dóms en árið áður en þá
setti smitandi hósti í hrossum mark sitt
á allt starf hrossaræktar og hesta-
mennsku. Alls voru fulldæmd 142
hross. Á vorsýningunni var hæst
dæmda hrossið Símon, 5 v. stóðhestur
frá Efri-Rauðalæk, með 8,36 í
aðaleinkunn. Á síðsumarsýningu stóð
efst 8 vetra hryssa, Árborg frá Miðey,
með 8,19 í aðaleinkunn.
F.h. Búnaðarsambands Húnaþings og
Stranda, Anna Margrét Jónsdóttir.
FRÁ FÉLAGI ELDRI
BORG ARA
Í HÚNAÞINGI.
Hvert ár gengur fram
með sínum hætti. Þann-
ig var einnig með árið
2011. Landsamband
eldri borgara hélt lands-
fund dagana 11.-12.
maí í Stykkishólmi. Sá
fundur snérist að mestu
um skarðan hlut eldri
borg ara í viðskiptum
við ríkisvaldið. Kosinn
var nýr formaður, Jóna
Valgerður Kristjánsdóttir á Reyk hól-
um, í stað Helga Hjálmssonar. Búið
var að gefa fyrirheit um að Guðbjartur
Hannesson velferðarráðherra myndi
mæta á fundinn. Sú von brást en hann
mætti að vísu um kvöldið í hátíðar-
kvöldverðinn. Morguninn eftir laum-
aði undirritaður vísu á borð ritara
fund arins.
Velferðinni vildi ei tína
víst hann mætti þó í teitið.
Guðbjartur með gæsku sína
gekk í sal um átta leytið.
Félagsstarf eldri borgara í Hnit-
björgum gekk vel, undir góðri stjórn
þeirra er þar ráða ríkjum. Nauðsynlega
vantar þó alla aðstöðu fyrir karla er
vildu stunda þar eitthvert handverk.
Farin var ferð á vegum eldri borg-
ara í kringum Tröllaskaga. Keyrt var
beinustu leið til Siglufjarðar, Síldar-
minjasafnið skoðað og borðuð súpa á
veitingastaðnum Rauðku. Síð an var
ekið um hin nýju Héðins fjarðargöng
til Dalvíkur. Stoppað var um stund
milli gangna munna í Héðinsfirði. Á
Dalvík var Byggðasafnið skoðað og
Léttar leikfimisæfingar eldri borgara.