Húnavaka - 01.05.2012, Page 214
H Ú N A V A K A 212
Vorið 2010 undirrituðu öll sveitar-
félögin, ásamt Sambandi austur-
húnvetnskra kvenna, endurgerða
skipulagsskrá. Í því felst ábyrgð -
ábyrgð eigenda stofnunarinnar um að
reka hana og þróa áfram með
sómasamlegum hætti, héraðinu til
framdráttar.
Fjölmargir safngestir láta í ljósi
aðdáun á hve glæsilega sé staðið að
safninu. Þeir hinir sömu horfa
hinsvegar í forundran ef upplýst er
hvaða fjármunum safnið hefur úr að
moða og að það séu fjögur sveitarfélög
sem standa að því. Öllum eru ljós hin
óbeinu áhrif af starfseminni á ferða-
þjónustu og aðra aðila í héraðinu.
Sjálfsagt er að spyrja „hvað getum
við sem búum þetta hérað gert til
styrktar safninu?“ Svarið er einfalt –
heimsækjum Heimilisiðnaðarsafnið –
förum með gesti okkar þangað –
gerum það að árlegum vana, treystum
og eflum starfsemi safnsins á þann
hátt.
Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður.
SAH AFURÐIR.
Rekstur SAH Afurða ehf. var í
jafnvægi á árinu. Velta félagsins nam
um 1.420 m.kr. sem er nokkur minnk-
un frá fyrra ári. Helgast það af því að
framan af árinu var nokkur verk efna-
skortur, þar sem lambakjöt seldist
mjög vel á haustmánuðum ársins
2010 og einnig framan af vetri 2011.
Sérstaklega gekk sala á erlenda mark-
aði vel haustið 2010 og var nokkuð
sama hvar borið var niður, allir mark-
aðir gátu tekið við meira kjöti heldur
en í boði var. Hluti veltunnar færðist
því í raun yfir á árið 2010. Afkoma
ársins er samt viðunandi. Afkoma
fyrir afskriftir var jákvæð um 77 m.kr.
og hagnaður fyrir skatta nam um 20
m.kr.
Í þrjá mánuði á vormánuðum voru
flestir starfsmenn félagsins í hálfu
starfi. Með því móti tókst að láta enda
ná saman hvað hráefni varðaði.
Erlendir markaðir voru hins vegar til
muna slakari haustið 2011 og því hef-
ur útflutningur dregist mjög saman.
Því eru ekki horfur á verkefnaskorti á
vor mánuðum 2012.
Haustlátrun sauðfjár gekk mjög
vel, og hefur aldrei í sögu SAH Afurða
ehf. né heldur í sögu Sölufélags Aust-
ur-Húnvetninga verið slátrað jafn
mörgu fé á einu hausti. Heildarslátrun
fór í 106.840 fjár sem er langtum
meira en var lengst af. Á mynd má sjá
þróun í sauðfjárslátrun hjá SAH
síðustu árin.
Innvegið magn dilkakjöts var 1.562
tonn og 213 tonn af ærkjöti. Búið er
að ganga frá samningum við kaup-
endur sem eiga að tryggja að, þrátt
fyrir þessa aukningu í slátrun og minni
útflutning, þá gangi sala upp og birgð-
ir á komandi hausti verði óverulegar.
Einnig varð aukning í slátrun
nautgripa og hefur ekki verið slátrað
fleiri nautgripum á einu ári frá því
fyrir aldamót. Innvegið magn naut-
gripakjöts var 295 tonn.
Nokkur aukning varð í slátrun
folalda og hrossa frá árinu á undan,
og er innvegið hrossa- og folaldakjöt
samtals um 210 tonn.
Samtals er því innvegið kjötmagn
hjá SAH Afurðum á árinu um 2.280
tonn.
Verð dilkakjöts hækkaði um ríflega