Húnavaka - 01.05.2012, Page 216
H Ú N A V A K A 214
frá gildandi reglum hverju sinni en
svo er þeim reglum breytt með tak-
mörkuðum fyrirvara og allar áætlanir
settar í uppnám. Þarna eru sveitarfélög
ekki undanskilin. Ljóst er að til að
koma úrgangsmálum félagsins í við-
unandi horf, nemur heildarfjárfesting
vegna þess einhverjum tugum milljóna
króna.
Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri.
VILKO.
Starfsemi Vilko gekk vel. Sala á
vörum fyrirtækisins var góð og var
söluaukning á flestum vörum. Mest
var söluaukninginn í vöfflum og
pönnukökum í neytendaumbúðum.
Sala á súpum stóð í stað fyrir utan
bláberjasúpu sem jók sína hlutdeild
nokkuð. Líkt og fyrri ár var kakósúpan
með söluhæstu súpum landsins, með
7,6 % af markaðshlutdeild.
Á árinu komu tvær nýjar vörur á
markað undir nafni Vilko en það var
Vilko raspur og svo súkkulaðidýfa sem
kom á markað í byrjun sumars. Vilko
raspur hefur ekki náð mikilli dreifingu
en vonir standa til að verslanir taki vel
við sér á nýju ári. Súkkulaðidýfan
tókst vel í alla staði. Á árinu var einnig
tekin ákvörðun um að hætta
framleiðslu á sjónvarpskökunni og
grófum og fínum brauðblöndum en
sala á þeim hafði dalað allverulega
undanfarin ár.
Prima kryddvörur hafa heldur
betur slegið í gegn. Tveir starfsmenn
Prima hafa vart undan við framleiðslu
á kryddvörum, slík er eftirspurnin.
Var söluaukning milli ára tæp 10%
sem verður að teljast frábær árangur.
Yfir 80 kryddtegundir eru nú
framleiddar hjá Prima. Söluhæstu
kryddin eru kartöflukrydd, sem notað
er á franskar kartöflur, oregano, milt
karrý og timjan, að ógleymdu
pizzakryddinu sem hefur sannað sig
sem aðalkryddið á pizzur. Alls var
pakkað í rúmlega 360.000 glös á
síðasta ári.
Á síðasta ári kom á markaðinn
steikar & grillkrydd með hvítlauk, sem
er nýtt krydd, sérstaklega til að nota
við steikingu og grillun á lambakjöti.
Nýjar vörur munu líta dagsins ljós
á nýju ári og er vinna í fullum gangi
við vöruþróun og markaðsgreiningu.
Hjá Vilko ehf. starfa sex manns.
Kári Kárason, framkvæmdastjóri.
ÁMUNDAKINN EHF.
Starfsemi Ámundakinnar ehf. ein-
kenndist af varnarbaráttu og endur-
skipu lagningu fjármála. Töluverð
lækk un varð á skuldum félagsins
vegna endurreiknings á erlendum lán-
um. Forsendur í rekstri félagsins hafa
því batnað og horfur eru á að rekst-
urinn skili hagnaði á árinu.
Ráðist var í töluvert viðhald og
endurbætur á húseignum félagsins.
Lokið var við lóðarfrágang á Ægis-
braut 1b, þar sem kryddframleiðsla
Vilko er til húsa. Þá var Stígandahúsið
stækkað lítillega og gerðar á því
endurbætur. Einnig voru nokkrar við-
gerðir á Hnjúkabyggð 31.
Miklar breytingar voru gerðar á
Efstubraut 1, sem verður aðsetur ný-
stofnaðs Laxaseturs. Þar er einnig
Bænda þjónusta til húsa. Gert var við