Húnavaka - 01.05.2012, Page 217
215H Ú N A V A K A
þakið á Bogabraut 1 á Skagaströnd og
húsið málað að utan.
Helstu eignir Ámundakinnar, auk
fasteigna, eru tæplega þriðjungshlutur
í Stíganda ehf. og rúmlega 40% hlutur
í Vilko ehf.
Stærstu hluthafar í félaginu eru
Byggðastofnun, Blönduóssbær, SAH
og Húnavatnshreppur, með rúmlega
10% hlut hver aðili. Huthafar eru alls
64 að tölu og nafnverð hlutafjár rúm-
lega 155 milljónir króna.
Ýmis félagasamtök, s.s. USAH,
Rauðakrossdeildin og fleiri, hafa feng-
ið að nota efri hæðina á Húnbraut 4
án þess að greiða leigu. Þá hefur
björg unarfélagið Blanda notið nokk-
urs stuðnings.
Jóhannes Torfason.
FRÁ KVENFÉLAGINU
VÖKU.
Fundir voru sex og
stjórnarfundir sex. Þorra blótið var
hald ið fyrsta laugardag í þorra og
gekk vel, skemmtiatriðin voru í hönd-
um leikfélagsins. Um 200 manns
mættu á blótið.
Á aðalfundinum í mars urðu for-
mannaskipti en Birna Sólveig Lúkas-
dóttir lét af störfum og Greta Björg
Lárusdóttir tók við, einnig var Helga
S. Jóhannesdóttir kosin varaformaður.
Á fræðslufundinum í mars var farið
í heimsókn í Kvennaskólann þar sem
Aðalbjörg fræddi okkur um þá starf-
semi sem fram fer í húsinu, þetta var
mjög fróðlegt og skemmtilegt.
Í apríl spiluðum við bingó og gædd-
um okkar á páskaeggjum með kaffinu.
Sl. haust voru haldnir þrír fundir
þar sem farið var yfir fjáraflanir, ásamt
ýmsu fleiru og svo lauk starfsemi árs-
ins á því að félagskonur fóru á jóla-
hlaðborð í Eyvindarstofu.
Fjöldi félagskvenna árið 2011, að
heiðursfélögum meðtöldum, var 39.
Stjórnin.
FRÁ VINUM KVENNASKÓLANS.
Í október 2011 var unnið við loka-
frágang Minjastofu Kvennaskólans.
Þeirri vinnu er í aðalatriðum lokið og
verða stofurnar með munum Kvenna-
skólans væntanlega fullbúnar 1. októ-
ber 2012 þegar 100 ár eru liðin frá því
að kennsla hófst í húsinu nýbyggðu.
Vinir Kvennaskólans hafa haft for-
göngu um verkið og hafa borið kostn-
að en Menningarráð Norðurlands
vestra hefur styrkt verkefnið rausnar-
lega og veitti síðast styrk að upphæð
kr. 500.000 í október 2011.
Hönnun og uppsetningu sýninga
annaðist Jón Þórisson leikmynda-
teiknari en stjórn félagsins og margir
fleiri hafa unnið að verkefninu í sjálf-
boðavinnu.
A K A
K
V
E
N
F
É L
A G I Ð
V
A
K
A
B
L
Ö
N D U
Ó
S
I
Úr Minjastofu Kvennaskólans.