Húnavaka - 01.05.2012, Síða 218
H Ú N A V A K A 216
Talsverð fjölgun varð í félaginu á
síðasta ári og fjölmargir hafa sýnt
áhuga á verkefninu.
Aðalbjörg Ingvarsdóttir, formaður.
TEXTÍLSETUR ÍSLANDS.
Starfsemi Textílseturs Íslands hefur
borið nokkurn keim af erfiðri fjár-
hagsstöðu setursins en styrkir til þess
hafa minnkað töluvert síðastliðin ár.
Vegna þessa var stöðugildi fram-
kvæmda stjóra fært úr 100% stöðu
nið ur í 50% í lok árs 2010. Þegar út-
séð var að erfiðlega gekk að auka við
rekstrarfé stofnunarinnar var Ásdísi
Birgisdóttur, framkvæmdastjóra, sagt
upp í lok ársins 2010. Á meðan á
uppsagnartímanum stóð og fram eftir
vetri, var unnið að því að finna leiðir
til að auka rekstrarfé Textilsetursins
eða hvort ætti að halda starfseminni
áfram. Ákveðið var að halda starfinu
áfram þar sem ófært þótti að leggja
þessa stofnun niður. Jóhanna E.
Pálmadóttir var ráðin sem fram-
kvæmda stjóri frá og með maí 2011, í
20% stöðu og stefnt að því að auka
stöðu gildið þegar rekstrarstaðan batn-
ar.
Undir hatti Textilsetursins er verk-
efnið Vatnsdæla á refli þar sem gestum
er gefinn kostur á að taka spor í refil-
inn og um leið setja spor sitt í söguna.
Mikil aukning gesta hefur verið í
húsinu síðan 16. júlí, þegar refillinn
kom í hús. Í allt hafa komið 563 gestir
í Kvennaskólann síðan þá. Þar ber
einnig að telja að í þessum hópi eru
margir gamlir nemendur Kvenna-
skólans og einstaka fundir. Ýmsir hóp-
ar hafa komið, t.d. kom Myndlistar-
skólinn í Reykjavík í sumar með
nem endur sína. Rætt var um frekara
samstarf sem er í vinnslu.
Textilsetrið hefur umsjón með gist-
ingu í Kvennaskólanum og hafa gestir
sem tengjast störfum innan hússins átt
kost á gistingu. Sú starfsemi hefur
aukist. Erlendir gestir hafa verið
nokkr ir. Birgitte Kirsten skólastjóri og
Trine Andreasen, lektor Håndarbejdes
Fremmes UCC, komu í sumar til
fund ar til að ræða samvinnu, m.a.
með að senda nemendur hingað og
frekari samvinnu með refilinn.
Marie Koch, frv. rektor og nú dokt-
orsnemi, frá Danmörku og Eva Ahhl-
skog-Björkman, prófessor í Finnlandi,
komu til að funda um samnorrænt
Drykkjarhorn Þorsteins Ketilssonar.
Nemendur danska handavinnukennaraskól-
ans, Leise, Therese, Camilla og Johanne,
sauma í refilinn, 28. nóv. 2011