Húnavaka - 01.05.2012, Page 219
217H Ú N A V A K A
rannsóknarverkefni, ELISE. Fulltrúar
Hardanger-safnsins í Noregi, Ove
Martinussen og Solveig Jordal, komu í
heimsókn og í framhaldi af því hafa
þau óskað eftir að fá að koma í sumar
og dvelja með útsaumshóp í
Textilsetrinu.
Í haust dvöldu fjórir nemendur
Håndarbejdes Fremmes UCC í
Kaupmannahöfn í tæplega þrjár vikur
í Textilsetrinu. Þær eru í textilnámi og
voru hér í verknámi við refilinn og
fleira sem tengist þeirra námi.
Einn textil- og gjörningalistamaður
frá Frakklandi, Benedicte Loichemol,
dvaldi í Textilsetrinu í september. Þó
nokkrar fyrirspurnir hafa verið vegna
vefstólanna á vefloftinu frá erlendum
veflistamönnum. Stefnt er að því að
koma vefstólunum í vinnsluhæft horf
til að taka á móti veflistamönnunum.
Ýmsir listamenn hafa sóst eftir að
koma en þar sem Textilsetrið stílar
eingöngu inn á textillistamenn hefur
öðrum verið vísað á Nes listamiðstöð
á Skagaströnd.
Undirrituð hefur farið á nokkra
staði til að kynna reflinn og Textil-
setrið, t.d. í heimsókn til Rótary
klúbba í Kópavogi, í Kompuna
Sauðár króki, Háskólann á Hólum,
Félag Textilkennara, Soroptimista-
samband Íslands og fl.
Prjónakaffi hafa verið haldin að
meðaltali einu sinni í mánuði í vetur
og hefur margt góðra gesta heimsótt
Textilsetrið.
Búsílag er handverksverslun sem
selur handverk af Norðurlandi vestra
og víðar. Opið er yfir sumartímann.
Ekki gekk salan eins vel sumarið 2011
og árið áður en hægt er t.d. að kenna
köldu veðri þar um. Nauðsynlegt
sýnist að hafa handverksölu hér á
svæðinu því að þrátt fyrir ýmis
handverkshús vítt og breitt um landið
hefur hvert svæði alltaf sína sérstöðu.
Verkefnið „Söguleg safnahelgi“
byrjaði 8. og 9. október í haust og
gafst afar vel. Ýmis söfn, setur og
fyrirtæki hér á svæðinu tóku höndum
saman og höfðu opið þá helgi. Gafst
þetta svo vel að ákveðið hefur verið að
halda samskonar helgi á árinu 2012.
Það hefur verið afar ánægjulegt að
finna fyrir áhuga og hvatningu þeirra
sem Textílsetrið hefur átt samskipti
við á þessu ári. Sérstaklega hefur verið
gefandi að taka á móti öllum þeim
erlendu, sem og íslensku gestum, sem
hafa komið hingað og rætt framtíðina
með okkur. En samstarf og samvinna
hafa verið grundvöllur að vexti og
Hluti fulltrúaráðs og stjórn Textilseturs
Íslands.
Verk Benedicte Loichemol.