Húnavaka - 01.05.2012, Page 220
H Ú N A V A K A 218
árangri í þeim verkefnum sem hafa
ver ið unnin og þeim sem framundan
eru.
Jóhanna E. Pálmadóttir,
framkvæmdastjóri.
HÉRAÐSBÓKASAFN A-HÚN.
Opnunardagar safnsins, árið 2011,
voru 191 og skráðir safngestir voru
3.238. Það er talsverð aukning frá
fyrri árum (2010 komu 2.674 manns á
safnið). Hluti ástæðunnar fyrir þessari
aukningu er að lögð hefur verið
aukinn áhersla á að safngögnum sé
skilað á réttum tíma og þýðir það að
fólk kemur heldur oftar á safnið.
Safninu er nú þegar skipt í eftir-
farandi deildir: Aðalsafn, barnabóka-
deild og deild með eldri bókum, t.d.
gömlum lestrarfélagsbókum. Einnig
er til staðar vinnuherbergi þar sem
hægt er að skoða gömul tímarit og
kort. Auk hefðbundinna útlána sér
safnið um millisafnaþjónustu og býður
upp á aðgang að internetinu, útprent-
un og ljósritun.
Gjöfum til safnsins, sem borist hafa
undanfarin ár, hefur verið úthlutað
sérstökum hillum í safninu. Þetta eru
bækur úr söfnum Ágústs Jónssonar frá
Hofi, Lárusar Björnssonar frá Syðra-
Hóli, Jónasar Tryggvasonar og Þor-
bjargar Bergþórsdóttur og bækur frá
elliheimilinu Betel í Gimli í Manitoba
í Canada.
Einnig hefur safninu nýverið bor ist
bókagjöf frá Kristófer Kristjáns syni,
Köldukinn og þökkum við hon um
kærlega fyrir.
Hinn árlegi bókamarkaður var
hald inn í sumar og börn úr leik skól-
anum og grunnskólanum á Blönduósi
komu í heimsókn til að kynnast starf-
semi safnins.
Útlán á árinu voru sem hér segir:
Útlán: 2011 2010
Barnabækur: 1016 1045
Fræðibækur: 2437 2036
Skáldsögur: 3200 3197
Önnur safngögn: 122 270
Samtals: 6775 6548
Skráð (keypt) aðföng: 2011 2010
Flokkabækur 64 93
Skáldverk 79 85
Barnabækur 53 92
Önnur safngögn: 4 6
Samtals: 200 276
Safnið hefur sagt upp áskriftinni af
hljóðbókum frá hlusta.is en hefur þess
í stað byrjað að kaupa inn nýjar og
vinsælar hljóðbækur. Einnig er keypt
fjölbreytt úrval af vinsælum tímaritum
(Nýtt Líf, Gestgjafinn, Lifandi vísindi,
Vikan, Hús og hýbýli, Heima er bezt,
Húsfreyjan, Sagan öll, Disney syrpur
o.fl.) sem ýmist er hægt að fá lánuð
eða lesa á safninu.
Ánægðir safngestir.