Húnavaka - 01.05.2012, Side 221
219H Ú N A V A K A
Stór hluti safnsins er nú tölvu-
skráður og hægt er að finna gögn
bókasafnsins á www.leitir.is, nýjum
leitarvef þar sem notendum býðst
aðgengi á einum stað að fjölbreyttum
safnkosti bókasafna á Íslandi.
Katharina Schneider, bókavörður.
FRÁ HÉRAÐSSKJALASAFNI A-HÚN.
Miklar breytingar áttu sér stað á
liðnu ári. Tölvukostur safnsins var
endurnýjaður, settar voru upp tvær
tölvur og er önnur ætluð til að skanna
og skrá myndir sem til eru í safninu.
Til þess starfs hefur verið ráðinn
Guðmundur Paul Jónsson og mun
hann sinna þessu verkefni næsta árið.
Eitthvað hefur verið um milli-
safnalán, veittar upplýsingar og beðið
um eitt og annað frá öðrum söfnum
eftir þörfum. Hægt er að fá skannaðar
myndir og sendar í tölvupósti ef þörf
er á.
Heimsóknir á skjalasafnið voru 106
á árinu. Tveir bekkir úr Blönduskóla
komu í heimsókn til að fræðast um
starfsemi safnsins og vonandi verður
framhald á því. Reynt hefur verið eftir
fremsta megni að verða við öllum
fyrirspurnum, bæði í formi sím-
hringinga og tölvupósta.
Að þessu sinni hafa 19 aðilar afhent
gögn til safnsins.
Eftirtaldir færðu safninu skjöl og myndir
árið 2011.
Þórhildur Ísberg, Blönduósi
Erla Jakobsdóttir, Síðu
Guðmundur P. Jónsson, Blönduósi
Rannveig Sigurbjörnsdóttir, Kópavogi
Sigurjón Guðmundsson, Blönduósi
Baldur Valgeirsson, Blönduósi
Lárus Ægir Guðmundsson, Skagaströnd
Margrét Þorsteinsdóttir, Blönduósi
Gunnar Sigurðsson, Blönduósi
Bókasafn A-Hún, Blönduósi
Benedikt Blöndal, Blönduósi
Gauti Jónsson, Hvammi
Sveitarfélagið Skagaströnd
Svala Runólfsdóttir.
HEILBRIGÐIS-
STOFNUNIN
Á BLÖNDUÓSI.
Árið byrjaði líkt og
síðustu tvö ár. Mikil
umræða um hagræðingu
og sparnað var áberandi og einkenndi
starf stjórnenda fyrstu mánuði ársins.
Þrátt fyrir þá umræðu alla og aðgerðir
sem farið var í tókst að verja
þjónustuna og það hlutverk
stofnunarinnar að veita góða heil-
brigðisþjónustu. Ekki eru biðlistar líkt
og víða er eftir þjónustu, t.d. lækna.
Frekar má segja að bætt hafi verið í,
því fjölbreytni í þjónustunni hefur
auk ist. Hjá HSB hafa verið við störf
lungnasérfræðingur og skurðlæknir
sem hefur verið góð viðbót í starf-
seminni, ásamt sérfræðingum í heim-
ilis læknum. Læknamönnun hefur því
verið allgóð.
Í janúar flutti Félags- og skóla þjón-
ustan sig um set innanhúss og tekur á
leigu stærra pláss undir starfsemi sína.
Var sá hluti húsnæðisins endurbættur
og er aðstaðan hin glæsilegasta.
Í byrjun janúar var Bóthildur
Halldórsdóttir valin maður ársins á
Norðurlandi vestra af lesendum
Feykis. Var Bóthildur vel að þessum
titli komin en hún hefur farið fyrir
þeim hópi fólks í A-Hún. sem barist
hefur ötullega fyrir Heilbrigðis stofn-
uninni í þeirri varnarbaráttu sem átt
hefur sér stað í sífelldum niðurskurði
liðinna ára.
Sjúkraflutningar á árinu 2011 voru