Húnavaka - 01.05.2012, Page 227
225H Ú N A V A K A
öllum sem þátt tóku í æfingunni, með
einum eða öðrum hætti, færðar bestu
þakkir fyrir frábært framlag og
samstarf. Sérstakar þakkir fær unga
fólkið sem tók að sér að leika
„fórnarlömbin“ , sáust þar tilþrif sem
duga ættu til allra leiklistarverðlauna
sem í boði eru.
Umræðan um breytt skipulag
lögreglunnar og breytingu á
umdæmum hélt áfram og fátt sem
truflaði hana en það er jafn óljóst og
verið hefur hvort nokkuð verði af
slíkri breytingu á næstu misserum. Á
meðan að svo er þá verður að reyna
að halda sjó og sjá hvað verður.
Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn.
ARION BANKI HF.
Umrót í bankaheiminum.
Nú þegar liðin eru rétt rúmlega
þrjú ár frá stofnun Arion banka hf. er
óhætt að segja að mikið hafi áunnist
varðandi úrlausnarmál heimila og
fyrirtækja þó alltaf sé hægt að gera
betur. Mikil umræða hefur verið um
verðtrygginguna og sitt sýnist hverjum
í þeim efnum. Arion banki hf. hóf á
árinu 2011 að bjóða upp á óverðtryggð
íbúðalán en nokkur eftirspurn hefur
verið eftir þeim og greinilegt að
landsmenn eru orðnir þreyttir á
verðtryggingunni. Dómur féll í svo-
kölluðu „Mótormax-máli“ og hafði
það mikil áhrif á þau erlendu lán sem
veitt höfðu verið fyrir bankahrunið.
Ekki sér endanlega fyrir endann á
þeim málum ennþá. Sum lán lækkuðu
og önnur hækkuðu. Innlendir vextir
stóðu nokkuð í stað á árinu en umsvif
útibúsins á Blönduósi hafa staðið
nokkuð í stað, líkt og í fyrra, þrátt fyrir
erfitt ytra umhverfi.
Rekstur
Rekstrarafkoma útibúsins fyrir árið
2011 liggur ekki fyrir þegar þetta er
ritað og erfitt að áætla útkomuna í
ljósi niðurstöðu dómsins um erlendu
lánin. Útibúið hefur árlega úthlutað
styrkjum til félagasamtaka á starfs-
svæðinu til eflingar félagsstarfi í sýsl-
unni. Má þar t.d. nefna Umf. Hvöt,
Björgunarsveitina á Skagaströnd,
Björgunarfélagið Blöndu á Blöndu ósi,
USAH, golfklúbbana, Ís-töltmót og
fleira.
Starfsmenn í árslok voru sjö talsins
í tæplega sjö stöðugildum.
Auðunn Steinn Sigurðsson, útibússtjóri.
STÍGANDI.
Starfsemi Stíganda var með hefð-
bundnu sniði. Umtalsverður sam-
drátt ur varð í veltu félagsins miðað
við árið á undan og munar þar mestu
um verulegan samdrátt í opinberum
framkvæmdum á svæðinu. Að meðal-
tali störfuðu um 19 manns hjá félaginu
sem er í meirihlutaeigu starfsmanna.
Á verkstæði Stíganda voru fram-
leiddar innréttingar og innihurðir,
ásamt sérsmíðuðum stigum, gluggum
og útihurðum. Sem fyrr voru þessar
vörur framleiddar í góðu samstarfi við
arkitekta og hönnuði og seldar um allt
land. Í útivinnu voru smærri við-
haldsverkefni áberandi en undir árslok
hófst smíði 72 fermetra sumarhúss
sem flutt verður fullfrágengið til kaup-
enda í Skagafirði.
Af einstökum verkefnum er sérstök
ástæða til að nefna smíði glugga,