Húnavaka - 01.05.2012, Page 231
229H Ú N A V A K A
ÍSTEX / ÍSLENSKUR
TEXTILIÐNAÐUR EHF.
Starfsemi Ístex hefur verið með
svipuðu sniði síðan Ullarþvottastöðin
hóf starfsemi haustið 2004.
Að jafnaði eru þvegin u.þ.b. 1000
tonn af óhreinni ull á ári. Frá
fyrirtækinu fara svo 750 tonn af
hreinni ull sem skiptist þannig að 2/3
fara beint í útflutning en þriðjungur
fer til áframhaldandi vinnslu hjá
fyrirtækinu.
Í Mosfellsbæ fer betri ullin, þ.e.a.s.
lambaull og H1H, sem er besta haust-
ullin af fullorðna fénu, svo og sauða-
litir (svart, mórautt og grátt). Í út flutn-
ing fer H2H, sem er lélegri haustullin,
H2V, sem er vetrarull og snoð. Einnig
fer M2, sem er mislitur annar flokkur,
í útflutning.
Unnið er átta mánuði ársins á
tveim ur 10 tíma vöktum og eru starfs-
menn þvottastöðvarinnar tíu talsins.
Rekstur fyrirtækisins hefur gengið
vel undanfarin ár enda ullarverð í
heiminum mjög hátt og eftirspurn
eftir ull mikil. Þetta góða gengi fyrir-
tækisins hefur einnig skilað sér til
bænda, sem sést best á því að ullarverð
hefur hækkað umtalsvert síðastliðin
fjögur ár og fær nú bóndinn borgað
frá 110 krónum uppí 740 krónur eftir
flokkum.
Guðmundur Svavarsson.
HÚNAVATNSHREPPUR
Rekstrarumhverfi.
Árið 2011 var sam-
drátt ur í rekstri Húnavatnshrepps frá
fyrra ári og er nú svo komið að skatt-
tekjur og framlög frá Jöfnunarsjóði
eru lægri en þessar tekjur og framlög
voru árið 2007. Framlög Jöfnunar-
sjóðs lækkuðu um 29,5 millj. kr. frá
fyrra ári. Þar sem framlög Jöfn unar-
sjóðs eru mjög hátt hlutfall af tekjum
þá koma skerðingar sjóðsins hart
niður á rekstri sveitarfélagsins.
Til að mæta tekjulækkun var nauð-
synlegt að sýna aðhald og hagræða í
rekstri eins og kostur var, átti það bæði
við um launakostnað og almenn
rekstrar gjöld. Sparnaður í rekstri
málaflokka frá fyrra ári var um 9,4
millj. kr. eða um 3,3%.
Á árinu var fjárfest fyrir
um 21 millj. kr. Afborganir
langtímalána voru um 9,5
millj. kr og lántökur voru 25
millj. kr.
Útboð á skólaakstri.
Hreppsnefnd Húna vatns-
hrepps samþykkti þann 2.
febrúar að bjóða út akstur
skóla barna við Húnavalla-
skóla frá og með skólaárinu
2011-2012. Skipuð var
nefnd til að undirbúa
útboðið. Í henni sátu, Þóra
Sverrisdóttir, Jakob Sigur jónsson og
Guðmundur R. Halldórs son.
Formaður fræðslunefndar og sveit-
arstjóri störfuðu með nefndinni.
Húsnæði Ístex.