Húnavaka - 01.05.2012, Síða 233
231H Ú N A V A K A
Lokaorð starfshópsins voru eftir-
farandi:
„Starfshópurinn telur að í Húna-
vallaskóla og leikskólanum Vallabóli
sé verið að vinna metnaðarfullt og
gott starf. Samfélagið stendur hins
veg ar frammi fyrir þeirri staðreynd að
mjög hefur fækkað í nemendahópnum
á umliðnum árum.
Við teljum því að samrekstur muni
styrkja faglegt starf á báðum skóla-
stigum og auka fjölbreytni, félagslega
og námslega, til hagsbóta fyrir nem-
endur og starfsfólk. Jafnframt teljum
við að samrekstur skólanna skapi
mögu leika á hagkvæmari rekstri. Ef
all ir leggjast á eitt og hugur, góður vilji
og jákvæðni eru höfð að leiðarljósi
getum við gert gott skólastarf enn
betra í Húnavatnshreppi. Einn sam-
einaður skóli stendur, að okkar mati,
sterkar en tveir litlir skólar á sömu lóð.
Það er von okkar, sem stöndum að
þessu áliti, að hreppsnefnd Húnavatns-
hrepps taki undir með okkur og stuðli
að því að tillögurnar hljóti brautar-
gengi.“
Hreppsnefnd samþykkti á fundi,
þann 29. mars, að Húnavallaskóli og
leikskólinn Vallaból yrðu sameinaðir í
eina stofnun og með eina yfirstjórn frá
og með 1. ágúst 2011. Við breyting-
una voru embætti skólastjóra Húna-
vallaskóla og leikskólastjóra við leik-
skólann Vallaból lögð niður og auglýst
eftir einum skólastjóra.
Fjórir aðilar sóttu um stöðu skóla-
stjóra en einn þeirra dró síðan umsókn
sína til baka. Trausti Þorsteinsson,
lektor við Háskólann á Akureyri, að-
stoð aði nefndina við val á umsækjanda.
Sigríður Bjarney Aadnegard var
ráðin í stöðu skólastjóra við sameinaða
skólastofnun á Húnavöllum og kom
hún til starfa 1. júlí 2011.
Við upphaf haustannar 2011 voru
skráðir 60 nemendur í grunnskóla og
11 nemendur í leikskóla á Húna völl-
um.
Sumarvinna ungmenna.
Samstarfssamningur Blöndustöðv-
ar Landsvirkjunar og Húnavatns-
hrepps um sumarvinnu unglinga var
framlengdur á árinu. Húna vatns-
hrepp ur tók þátt í kostnaði Blöndu-
stöðvar vegna starfa í sumarvinnu
gegn ákveðnu vinnuframlagi ung-
menna í allt að 10 vikur sumarið
2011. Unglingarnir unnu undir stjórn
Finns Björnssonar við hreinsun um-
hverfis á Hveravöllum, viðhald fjár-
rétta, viðhald í Áfangaskála, máln-
ingarvinnu við Húnavallaskóla og
slátt og umhirðu opinna svæða.
Ýmsar framkvæmdir.
Þegar ljóst var að leggja ætti slitlag
á Reykjabrautina haustið 2011, var
sveitarstjóra falið að fá verð frá verk-
tökunum (Fjörður ehf) í jarðvegsskipti
og lagningu bundins slitlags á bílaplön
við Húnavelli.
Hreppsnefnd taldi að ef ásættanleg
verð fengjust í verkið væri ekki hægt
að láta þennan möguleika fram hjá
sér fara, þar sem bílaplön við Húna-
velli væru mjög léleg og leggja þyrfti
bundið slitlag á malarvegi og malar-
plön við Húnavelli og Dalsmynni.
Einnig þyrfti að leggja á plan við
leikskóla og æskilegt væri að minnka
graseyju framan við skóla til að fá
aukinn fjölda bílastæða.
Tilboð verktaka í jarðvegsskipti og
lagningu bundins slitlags var að
upphæð 13,5 millj. kr. Einingaverð
voru mjög lág og langt undir áætlun.
Hreppsnefnd samþykkti þann 10.
ágúst að ganga að tilboðinu frá Firði.