Húnavaka - 01.05.2012, Side 239
237H Ú N A V A K A
son fluttu skemmidagskrá ásamt Láru
Sóleyju Jóhannsdóttur og hljómsveit.
Um kvöldið var svo 80´s ball með
Sigga Hlö í Félagsheimilinu.
Á laugardeginum var hefðbundin
skemmtidagskrá í miðbænum og
einnig um allan bæ á söfnum og
setrum. Kvöldvakan var í Fagra-
hvammi og var þátttaka góð hjá íbú-
um og gestum þeirra. Gestir laugar-
dagsins voru m.a. Björgvin Franz,
töframaðurinn Bjarni, Smaladrengir
og um kvöldið spiluðu Ingó og veður-
guðirnir í Íþróttamiðstöðinni, auk
þess sem Björgvin Halldórsson tók
nokkur lög. Bjartmar Guðlaugsson
var svo með ball í Félagsheimilinu.
Á sunnudeginum var opið á söfn-
unum og opna Gámaþjónustumótið
var haldið á Vatnahverfisgolfvelli. Þá
voru fyrstu sporin tekin í Vatnsdælu á
refli sem felst í að sauma um 45 metra
langan refil sem túlkar sögu
Vatnsdælinga, undir forystu Jóhönnu
Pálmadóttur á Akri.
Umhverfismál.
Umhverfisviðurkenningar Menn-
ingar- og fegrunarnefndar voru veittar
og var hún með þessum hætti: Einar
Höskuldsson og Bryndís Júlíusdóttir,
Brekkubyggð 20, fyrir fegursta garð-
inn. Íþróttamiðstöðin á Blönduósi
fyrir átak í umhverfis- og fegrunar-
málum.
Meðhöndlun úrgangs hefur tekið
stakkaskiptum og er lögð orðin rík
áhersla á flokkun úrgangs. Úrgangur,
sem meðhöndlaður var á vegum
Blöndu ósbæjar á árinu, var 344,4
tonn. Af því fóru 75% eða 256,9 tonn
í urðun í Stekkjarvík en 25% eða 87,5
tonn í endurvinnslu. Helstu endur-
vinnsluflokkar eru brotamálmar, 35,5
tonn, bylgjupappi, 10,2 tonn, hey-
rúlluplast, 5,4 tonn, dagblöð, 3,1 tonn
og hjólbarðar, 6,2 tonn. Þá voru trjá-
greinar og gras um 26 tonn og flokkast
sem endurnýtanlegur úrgangur.
Rekst ur gámasvæðisins gekk vel og
er almenn ánægja með þróun á mála-
flokknum. Rekstri Draugagils var hætt
Þátttakendur í kvennahlaupi 2011 fyrir framan Blönduskóla.
Ljósm.: Auðunn Steinn Sigurðsson.