Húnavaka - 01.05.2012, Side 244
H Ú N A V A K A 242
útflutning þangað. Það er frábært
fyrir þessi fyrirtæki að nýta styrkleika
hvers annars í svona verkefni og
vonandi verður framhald á því.
Fyrirtækin sem um ræðir eru Létti-
tækni, Ísgel, Vilko, SAH Afurðir og
Trésmiðjan Stígandi.
Nýjasta umboðið okkar er hjóla-
framleiðandinn Rader Vogel í Þýska-
landi. Rader Vogel er mjög stór fram-
leiðandi á hjólum og er til að mynda
með 90% af Evrópumarkaði og 50%
af heimsmarkaði af hjólum undir lyft-
ara, einnig eru þeir mjög stórir í hjól-
um fyrir álver. Til gamans má nefna
að Rader Vogel er með sitt eigið lest-
ar kerfi innan verksmiðjusvæðis síns.
Eig andi og yfirmaður söludeildar í
Evrópu komu til okkar í heimsókn og
auðvitað var keyrt með þá norður í
land og sýnd Húnavatnssýslan fagra.
Báðir eru þeir búnir að koma aftur í
skemmtiferð til Íslands með sínar
fjölskyldur.
Í nóvember bauð Léttitækni starfs-
mönnum og mökum þeirra í helgar-
ferð til Reykjavíkur, gist var á Hótel
Sögu, farið í leikhús og út að borða.
Þessi ferð var frábær og ánægju legt að
starfsfólk geri eitthvað saman utan
vinnutíma.
Jakob J. Jónsson.
UNGMENNAFÉLAGIÐ GEISLAR.
Starfsemi ungmennafélagsins
Geisla var með hefðbundnum hætti á
árinu. Aðalfundur var haldinn þann
13. febrúar. Stjórn var endurkjörin en
hana skipa:
Valur Magnússon for mað ur,
Þórunn Ragnarsdóttir varaformaður,
Birgir Ingþórsson gjaldkeri,
Þóra Sverrisdóttir ritari og
Guðrún Sigurjónsdóttir meðstjórnandi.
Frjálsíþróttaæfingar voru haldnar
tvisvar í viku á Húnavöllum frá því í
byrjun júní og fram um miðjan ágúst,
æfingarnar voru vel sóttar af börnum
og unglingum og þá sérstaklega
framan af sumri. Þjálfari var Steinunn
Hulda Magnúsdóttir og henni til
aðstoðar Sigmar Guðni Valberg.
Einn ig voru haldnar fótboltaæfingar
einu sinni í viku og sá Pálmi Gunnars-
son um fótboltaæfingarnar sem voru
vel sóttar. Þjálfararnir sinntu æfingun-
um vel, voru skipulagðir og stundvísir.
Á héraðsmóti USAH urðu Geisla-
menn stigahæsta félag mótsins þriðja
árið í röð eftir mjög jafna keppni við
UMFB. Hlutu Geislar 505,5 stig.
Geislar áttu stigahæstu einstaklinga í
þremur flokkum en það voru þau
Eiríkur Þór Björnsson í 11 ára flokki,
Auðunn Þór Sverrisson í flokki 14-15
ára og Sandra Haraldsdóttir í flokki
16-19 ára.
Félagar úr Geislum tóku þátt í
nokkr um öðrum mótum, m.a. Ung-
lingalandsmótinu sem haldið var á
Egilsstöðum. Þar náði Auðunn Þór
Sverrisson 2. sæti í 100 m hlaupi og 3.
sæti í 200 m hlaupi, Jenný Rut Vals-
dótt ir náði 2. sæti í spjótkasti og
Magn ús Örn Valsson varð í 2. sæti í
kúluvarpi. Þá var einnig keppt í skák
og náði Jón Margeir Vilhjálmsson 3.
sæti.
Einnig tókum við þátt í Þristinum
sem USVH hélt að þessu sinni og
Barnamótinu sem haldið var í Húna-
veri, Meistaramóti Íslands sem haldið
var í Reykjavík og Minningarmóti
Þorleifs Arasonar en þar hlaut Magnús
Örn Valsson viðurkenningu fyrir
besta afrek mótsins.
Fjárhagur félagsins er í góðum
málum og átti félagið inni um áramót.
Valur Magnússon, formaður.