Húnavaka - 01.05.2012, Side 245
243H Ú N A V A K A
KIRKJUSTARF Í
ÞINGEYRAKLAUSTURS-
PRESTAKALLI Á ÁRINU 2011.
Allt starf þarfnast vinnuframlags,
skipu lags og utanumhalds, sama hvort
eru guðsþjónustur á helgum og hátíð-
um, útfarir, fermingarmessur, barna-
og æskulýðsstarf eða aðrar sam veru-
stundir í kirkju, í skóla og/eða
heim sóknir á sjúkrahús eða til sóknar-
barna í bæ og sveit.
Allt er þetta liður í starfinu sem
fram fer í kirkjunum, þeirra sem þar
koma að, sóknarpresti, meðhjálpur-
um, organistum, kirkjukórum, sóknar-
nefndum, kirkjugarðsstjórn og kirkju-
verði. Kórstarfið er veigamikill þáttur
í lífi og starfi í kirkjunni, gengur það
vel sem fyrr og er ánægjulegt, gott og
gefandi fyrir alla sem þar koma að og
taka þátt.
Á liðnu ári voru sjö skírnir, ýmist í
heimahúsi eða kirkju. Jarðarfarir voru
átta og þar með talin ein frá kapellu
Heilbrigðisstofnunarinnar á Blöndu-
ósi. Femingarbörn voru 19 og fermt í
fjórum kirkjum af fimm. Tvær hjóna-
vígslur voru á síðasta ári.
Páskarnir eru ein af stórhátíðum
kirkjunnar og sá tími þegar kirkjur eru
vel sóttar. Á skírdag er alltaf messa á
Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi,
þar mæta sóknarprestur, organisti og
kórfélagar úr kirkjukór Blönduóss-
kirkju. Þar er messa með altarisgöngu
á baðstofulofti stofnunarinnar. Páska-
helgihaldið hefst ævinlega með guðs-
þjónustu á Heilbrigðisstofnuninni.
Á föstudeginum langa er kross fest-
ingu frelsarans minnst í Blönduóss-
kirkju og lesið úr Passíusálmum sr.
Hallgríms Péturssonar. Að þessu sinni
las starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinn-
ar á Blönduósi úr Passíusálmunum en
kirkjukórinn söng valda sálma á milli
lestra.
Árdegisguðsþjónusta, kl. 8:00 á
páska dagsmorgni, hefur verið fastur
þáttur í helgihaldi páskanna um langt
árabil. Seinna sama dag voru einnig
guðsþjónustur á öðrum kirkjum
presta kallsins, sem og guðsþjónustur
aðra daga páskanna.
Á uppstigningardegi, kirkju degi
aldraðra, var guðsþjónusta í Blöndu-
ósskirkju. Ræðumaður var séra Ægir
Frímann Sigurgeirsson sem á rætur í
sýsluna og var um árabil sóknarprest-
ur í Skagastrandar prestakalli áður en
hann tók við sem sóknarprestur í
Kárs nesprestakalli í Kópavogi.
Á þjóðhátíðardaginn var guðs þjón-
usta í Blönduósskirkju eins og alltaf.
Einnig flutti sóknarprestur hugvekju á
17. júní hátíð í félagsheimili staðarins.
Þess skal líka getið að sóknarprestur,
organistar og kórfólk í prestakallinu
fóru í Hvammstangakirkju og fluttu
þar kórvesper sem var samstarfsverk-
efni presta, organista og kórfólks
þriggja prestakalla, Hvammstanga-,
Melstaðar- og Þingeyraklausturs-
prestakalls. Kórvesper, eða aftan söng-
ur, á uppruna sinn í Englandi og er
þungamiðjan flutningur Davíðssálma
og lofsöngva Maríu og Símeons. Árið
áður hafði þetta samstarfsverkefni,
kvöldvesper, verið flutt í Blönduóss-
kirkju.
Um sumarið voru prestar úr Húna-
vatnssýslum og djákni með guðsþjón-
ustur og helgistund í Þingeyra-
klausturskirkju fyrir heimamenn og
ferðamenn.
Á haustdögum fóru fermingarbörn
Skagafjarðar- og Húnavatns prófasts-
dæma í fimm daga fermingarferð í
Vatnaskóg. Ferðin í Vatnaskóg er lið ur
í undirbúningi fermingarinnar og