Húnavaka - 01.05.2012, Page 246
H Ú N A V A K A 244
dagana fimm skiptast á leikur og nám,
gagn og gaman. Ferðin gekk vel og er
ávallt vinsæl meðal fermingarbarna
og foreldra þeirra.
Þess skal geta að fermingarbörnin í
A-Hún. tóku einnig þátt í landssöfnun
fermingarbarna í samstarfi við Hjálp-
ar starf kirkjunnar. Safnað var fram-
lögum til hjálpar fátækum í þriðja
heiminum og gekk söfnunin vel.
Glödd ust fermingarbörnin yfir því að
geta lagt sitt af mörkum til að hjálpa
börnum og fjölskyldum í Afríku.
Aðventan og jólin eru góður tími.
Aðventusamkoman í Blönduósskirkju
var vel sótt, fólk kemur saman og nýt-
ur þess að jólin nálgast. Sem fyrr sam-
einuðust kirkjukórar prestakallsins í
söng undir stjórn organistanna. Börn
úr leikskólanum Vallabóli og Húna-
vallaskóla sungu. Auk þess skreytti
tón listarflutningur barna úr tónlistar-
skóla sýslunnar hátíðina. Ræðumaður
á aðventu að þessu sinni var Sigríður
Bjarney Aadnegard, skólastjóri Húna-
vallaskóla. Samkomunni lauk með
samsöng og kertaljósagöngu ferm-
ingar barna.
Einir jólatónleikar voru haldnir,
samstarfsverkefni Bjarkarkórsins og
kirkjukóranna í prestakallinu, ásamt
öðru söngfólki úr sýslunni og Tón-
listarskóla A-Hún.
Hátíð ljóss og friðar, jólin, hófust
með guðsþjónustu á Heilbrigðis-
stofnuninni á Blönduósi. Guðsþjón-
ustur voru vel sóttar á kirkjum presta-
kallsins.
Í öðrum fréttum er það að segja að
margar söngskemmtanir og tónlistar-
viðburðir voru í Blönduósskirkju á
síðasta ári. Enn er verið að borga af
orgelinu og gengur það upp með
góðra manna hjálp.
Viðgerðar- og viðhaldsverkefni eru
óþrjótandi varðandi kirkjurnar fimm í
prestakallinu. Svínavatnskirkja er ný-
máluð innan dyra, Auðkúlukirkja er
nýstandsett og búið að gera nýja
útihurð á kirkjuna. Í Blönduósskirkju
er þakleki sem búið er að eyða mikilli
vinnu í og verður haldið áfram að
reyna að komast fyrir hann. Þing-
eyraklausturskirkja er opin ferða-
mönn um yfir sumarið og sáu háskóla-
nemar þar um gæslu, leiðsögn og
fræðslu. Blönduósskirkja var einnig
opin fyrir ferðamenn og sáu eldri-
borg arar um leiðsögn, fræðslu og
gæslu. Þessar kirkjur heimsækja mörg
þúsund ferðamenn yfir sumar mán-
uðina. Einnig eru hinar kirkjurnar í
prestakallinu heimsóttar af ferða-
mönnum á sumrin og fer það vaxandi.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
KIRKJUSTARF Í
SKAGASTRANDARPRESTAKALLI.
Safnaðarstarf og helgihald í Skaga-
strandarprestakalli var með hefð-
bundnum hætti árið 2011 og gekk vel
að vanda. Í prestakallinu eru 6 sóknir
og 6 sóknarkirkjur. Tveir kórar eru
starfandi og þeim er stjórnað af
miklum áhuga og metnaði. Organistar
og kórstjórar eru Hugrún Sif Hall-
grímsdóttir og Sigrún Grímsdóttir.
Það er mikil gæfa fyrir sóknirnar að
hafa í þjónustu sinni góða og jákvæða
organista og fórnfúsa kórsöngvara,
fyrir það ber að þakka. Guð blessi það
fólk sem gefur sig í þá þjónustu.
Á Skagaströnd er safnaðarstarf
fjöl breytt enda býður þéttbýlið og
fólksfjöldinn uppá reglubundið starf.
Guðsþjónustur eru í Hólaneskirkju á
tveggja vikna fresti yfir vetrar mán-
uðina. Þar hefur einnig verið boðið
uppá kyrrðar- og bænarstundir. Í