Húnavaka - 01.05.2012, Page 249
247H Ú N A V A K A
sem unnið hefur verið að undanfarin
ár, var samþykkt af umhverfisráðherra
en það er í gildi til ársins 2030.
Göngur og réttir fóru fram með
hefðbundnum hætti. Voru gangna-
menn heppnir með veður og smalaðist
vel.
Kvenfélagið Hekla hélt sitt árlega
jólahlaðborð og var þar fjölmennt að
vanda. Gunnar Rögnvaldsson var
veislu stjóri og var með hin ýmsu
skemmtiatriði ásamt syni sínum, Sig-
valda.
Nokkrir bæir í Skagabyggð munu
tengjast hitaveitu þegar lögð verður
hitaveita frá Blönduósi til Skaga-
strandar.
Vignir Sveinsson, oddviti Skagabyggðar.
FRÉTTIR FRÁ
SKAGASTRÖND.
Sjósókn.
Á árinu 2011 gengu fiskveiðar
ágæt lega í Húnaflóa. Veiðarnar voru
stundaðar af línu bátum, dragnóta bát-
um, netabátum og handfærabátum.
Veiðar báta í svo-
kölluðu strand veiði-
kerfi fóru heldur
vax andi frá fyrra ári
og að þessu sinni
voru það 26 bátar,
víða að af landinu,
sem stunduðu veið-
arnar. Heildarafli
þeirra var 456 tonn.
Flestir línu bát-
anna stunduðu veið-
arnar yfir vetrar-
mán uðina. Við
línu veiðarnar fer
beitn ing línunnar oft
fram í landi en einnig eru bátar með
beitningavélar um borð. Nokkrir að-
komubátar, sem láta beita í landi,
flytja beitta línu milli landshluta.
Aflinn var að hluta seldur á fiskmarkaði
og fluttur til kaupenda víða um land
en allmargir bátar eru í föstum
viðskiptum við vinnslustöðvar.
Á árinu bárust 9.908 tonn að landi
í Skagastrandarhöfn en einungis 27%
af þeim afla barst á fyrri helmingi
ársins. Í mánuðunum, júlí-desem ber,
bárust hins vegar 7.233,6 tonn eða
73% af heildaraflanum.
Við samanburð á fjölda landana
eftir mánuðum kemur í ljós að um-
talsvert færri landanir eru í september-
nóvember miðað við sumarmánuðina.
Aflinn þessa haustmánuði var aftur á
móti meira en helmingur heildaraflans
sem barst að landi á árinu. Þetta
helgast að mestu leyti af því að í júní-
ágúst eru strandveiðar stundaðar, þar
má veiðiferð ekki standa lengur en í
14 klst. og eingöngu er heimilt að
draga 650 kg, í þorsk ígildum talið, af
kvótabundnum teg undum, í hverri
veiðiferð. Á haust mánuðum komu
hins vegar nokkrir stórir bátar sem
Í fjörunni.