Húnavaka - 01.05.2012, Page 251
249H Ú N A V A K A
sjálfum fiskinum og markaður fyrir
hann, m.a. í Kína.
Stofnmæling á rækju, sem fór fram
í Húnaflóa á Dröfn RE 35 í september
og október, sýndi ekki það mikið magn
að lagt væri til að veiðar yrðu heimil-
aðar.
Smærri fiskibátar sem teljast heima-
bátar eru hér skilgreindir þannig að
þeir séu gerðir út að mestu leyti frá
Skagaströnd og útgerðaraðilar eða
sjómenn hafa fasta búsetu þar eða í
nágrenninu. Undir þessa skilgreiningu
féllu á árinu 2011 bátarnir; Alda HU
112, Bjartur í Vík HU 11, Bogga í Vík
HU 6, Bergur sterki HU 17, Bibba
HU 170 og Sæfari SK 112. Þessir
bátar stunduðu almennt línu- eða
handfæraveiðar.
Frystitogarinn Arnar HU 1 var
gerð ur út með svipuðu sniði og und-
anfarin ár. Heildaraflinn í tólf veiði-
ferðum var 7.718 tonn miðað við
óslægðan fisk. Þar af fengust 5.892
tonn innan landhelgi en 1.826 tonn úr
deilistofnum utan hennar. Skipting
aflans var þannig að um 21%, eða
1.600 tonn, var karfi/gullkarfi, um
19%, eða 1.495 tonn, var þorskur, um
8,6%, eða 664 tonn, var úthafskarfi
og 5,7%, eða 441 tonn, var djúpkarfi.
Makrílveiði var tæplega 1.000 tonn.
Örvi ehf.
Starfsemi Fiskmarkaðarins Örva
var svipuð og undanfarin ár. Vegna
kvótaskerðingar undanfarinna ára,
m.a. á ýsu, var heldur minna magn
fiskjar selt í gegnum fiskmarkaðinn en
árin áður. Þróunin á sölu gegnum
fiskmarkaðinn er eins og sést í ramma
á næstu síðu.
Skipting selds afla er sem hér segir:
Þorskur . . . . . . . . . . . . . 1.261 tonn
Ýsa. . . . . . . . . . . . . . . . . 933 tonn
Ufsi . . . . . . . . . . . . . . . . 200 tonn
Annað . . . . . . . . . . . . . . 496 tonn
Þá var sú nýlunda að seld voru 64
tonn af skorinni grásleppu og 25 tonn
af hrognum.
Fiskmarkaðurinn sér einnig um
land anir fyrir báta sem eru í beinum
Í slipp á Skagaströnd. Ljósm.: Árni Geir.