Húnavaka - 01.05.2012, Síða 263
261H Ú N A V A K A
Fjallað hefur verið um fáeina at-
burði frá skólaárinu. Vitanlega hefur
margt fleira gerst en hér hefur verið
tíundað. Af þessari svipmynd ætti að
mega sjá að í skólanum er unnið
mikið starf og stefnt að því marki að
skila út í samfélagið góðu fólki sem
læt ur sér annt um náungann og um-
hverfi sitt, reynir að vera öðrum fyrir-
mynd með því einfalda og göfuga
mark miði að vera góð manneskja.
Trostan Agnarsson, aðstoðarskólastjóri.
LEIKSKÓLINN BARNABÓL.
„Í leikskóla er gaman, þar leika allir
saman, leika úti og inni og allir eru
með, þeir hnoða leir og lita, þú ættir
bara að vita, hvað allir eru duglegir í
leikskólanum hér.“
Já, þær voru að venju marg ar áskor-
anirnar í fjölbreyttu leikskóla starfi
Barnabóls árið 2011 sem 35 - 38 nem-
endur undir leiðsögn um 11 kenn ara
tóku þátt í. Hefðbundnir atburðir voru
á sínum stað, svo sem þrettánda gleði,
þorrablót, bollu-, sprengi- og
öskudagsuppákomur og allir
bjuggu til smá sumargjöf til
pabba og mömmu. Fimmtu-
dagar voru uppákomudagar,
m.a. rugludagur, rafmagnslaus
dagur, dóta- og bókadagur.
Nemendur buðu í foreldra-, afa-
og ömmu kaffi með meðlæti sem
þeir út bjuggu sjálfir og í súpu og
brauð á árlegri skammdegishátíð
í nóvem ber.
Haldið var upp á dag íslenskrar
tungu í nóvember og í desember
var jólaball, heimsókn í Hólanes-
kirkju, á Hnappstaðatún að skoða
bæjarjólatréð og þó ótrúlegt megi
telj ast fundust piparköku pokar
hangandi á greinunum sem
gerðu mikla lukku.
Síðasta laugardag í nóvember var
árlegur fjölskyldudagur á Skaga strönd.
Fyrir hádegi komu nemendur sama í
leikskólanum með fjölskyldum sínum
og kennurum og bökuðu piparkökur
og eftir hádegi var föndurdagur í
Höfða skóla.
Góð samvinna er um ýmsa þætti
milli leik- og grunnskólans og elstu
nem endur fóru í heimsóknir í Höfða-
skóla frá því í október og fram að
þriggja daga vorskóla í maí. Á meðan
komu nemendur úr fyrsta bekk í leik-
skólann til að rifja upp leikskólanámið.
Í júní fóru elstu nemendur í spenn-
andi útskriftarferð í Skíðaskálann og
gistu eina nótt. Farið var í sund í júní
og frá byrjun skólaársins í september
og fram í maí var leikfimi alla þriðju-
daga í íþróttahúsinu.
Áhersluþættir í leikskólastarfi
Barna bóls er fjölbreytt hreyfinám og
frjáls leikur og leið að þeim mark-
miðum eru m.a. öflugt útinám þar
sem nemendur á eldri deild dvelja af
Nemendur 9. og 10. bekkjar bera saman reynslu
sína eftir andvökunótt yfir barni.
Ljósmyndari: Hildur Ingólfsdóttir.