Húnavaka - 01.05.2012, Page 266
H Ú N A V A K A 264
sem Bjarni Konráðsson, þjálfari sá
um. Vel var tekið á móti honum enda
er hann orðinn partur af sumar-
komunni hjá krökkunum, einskonar
„fótboltafarfugl“. Var námskeiðið vel
sótt þrátt fyrir kalda og vindasama
byrjun á sumri en námskeiðið er liður
í undirbúningi fyrir Smábæjaleikana á
Blönduósi.
Sumarnámskeiðið var á sínum stað
en þó með nýju sniði þar sem ákveðið
var að hvíla kofasmíðarnar þetta árið
og einblína með markvissari hætti á
íþróttir og þjálfun þegar ljóst var að til
okkar var að koma nýútskrifaður
íþróttakennari, Steinunn Hulda
Magnúsdóttir og var Sigrún Líndal
henni til aðstoðar við skipulagningu
og fleira. Sumarið gekk frábærlega
enda sjálfstæð og dugleg stelpa með
starfið sem vann til sín krakkana með
skemmtilegum æfingum í frjálsum,
sundi, fótbolta og körfubolta. Sumarið
endaði svo með ferð upp á Spá-
konufellsborg, innanfélagsmóti og
grill veislu.
Fjölmörg íþróttamót eru í boði
fyrir þá sem vilja spreyta sig í íþrótt
sinni og má þar nefna Héraðsmót
USAH og barnamót, Landsmót
UMFÍ, innanfélagsmót Fram, fót-
boltamót félaganna hér í kring, ÍR
mótin í frjálsum og fleira. Krakkarnir
okkar stóðu sig öll ákaflega vel á öllum
þessum mótum og ljóst er að framtíðin
er björt.
Samstarf milli ungmennafélaganna
á svæðinu er að aukast og ber að
fagna þeirri breytingu. Má þar meðal
annars nefna sunddeild Hvatar en
börnunum bauðst að vera með á
sundæfingum í vetur, sem og samstarf
Fram og skíðadeildar Tindastóls en
undir þeirra merkjum er skíðaíþróttin
æfð af miklum móð.
Róbert Freyr Gunnarsson, formaður.
KVENFÉLAGIÐ EINING.
Mikið var um að vera hjá félags-
konum í Kvenfélaginu Einingu. Í
upphafi árs hófst undirbúningur að
árlegu þorrablóti sem var þó aðeins
hafinn í lok síðasta árs. Ákveðið var að
nú skyldu félagskonur sjálfar sjá um
matinn. Sviðasultan var gerð og sett í
súr í byrjun ársins. Þorrablótið heppn-
aðist vel og var fólk ánægt með matinn
og skemmtunina.
Félagið tók að sér fimm erfidrykkjur,
lagði til nokkrar kökur í þá sjöttu og sá
um tvær afmælisveislur. Gróflega
reiknað má ætla að bakað hafi verið
ofan í sjö til átta hundruð manns.
Fleira var gert í fjáröflunarskyni, m.a.
seldur fjölnotabökunarpappír og
bollakökuform. Þá stóðu félagskonur
fyrir tveimur þriggja kvölda spila-
kvöldum og afar vel sóttu páskabingói.
Fermingarskeytasalan var á sínum
stað og páskablómasalan einnig.
Til að næra líkama og sál félags-
Flottur hópur í brautarskoðun á bakarísmóti
Tindastóls.
Ljósmyndari Snjólaug María Jónsdóttir.