Húnavaka - 01.05.2012, Page 269
267H Ú N A V A K A
skemmti legur og krefjandi völlur í frá-
bærri náttúru og hefur vakið athygli
víða um land. Þessi úti vistarperla er
ein af mörgum dásemd um þessa
svæðis.
Ingibergur Guðmundsson, formaður.
RAUÐA KROSS DEILD
SKAGASTRANDAR.
Bókaðir stjórnarfundir voru sex og
var aðalfundur haldinn 23. febrúar.
Stjórn deildarinnar var svo skipuð:
Sig rún Líndal formaður, Jensína
Lýðs dóttir gjaldkeri, Linda Björk
Ævarsdóttir ritari, Kristín Birna
Guðmundsdóttir og Ólafía Lárusdótt-
ir meðstjórnendur.
Mikið af fatnaði var sett í fata söfn-
unarkassa deildarinnar á árinu og
voru mörg bretti send suður til flokk-
unar og úthlutunar. Í janúar keypti
deildin tvær skyndihjálparbrúður,
fullorðinn einstakling og barn. Þann
11. febrúar var 112 dagurinn og tóku
viðbragðsaðilar, sjúkrabíll, björgunar-
sveit og slökkviliðsbíll á Skagaströnd
sig saman og keyrðu um Skagaströnd
og gáfu gestum og gangandi tækifæri
á að skoða búnað og tækjakost bílanna
á bílastæði við verslunina Samkaup.
Einnig var viðskiptavinum Samkaupa
boðið upp á fræðslu og sýnikennslu í
skyndihjálp og fengu þeir tækifæri að
prófa sjálfir, þar sem stjórnarmenn
voru með skyndi hjálp ar brúður. Í
febrúar var námskeiðið Börn og
umhverfi haldið og voru ellefu krakkar
á aldrinum tólf ára og eldri sem sóttu
námskeiðið.
Fyrsta maí ár hvert er haldinn fata-
markaður ásamt vöfflukaffi. Fata-
markaðurinn gekk vonum framar og
margir gestir komu og gerðu góð
kaup.
Þrír heimsóknarvinir eru starfandi
sem sinna góðu og mikilvægu starfi. Í
júlí kom hópur úr sumarbúðum fatl-
aðra á Löngumýri ásamt Jófríði Jóns-
dóttur í heimsókn og tók Sigrún
Líndal formaður á móti þeim. Farið
var í Kántrýbæ og ba uð deildin upp á
súpu og brauð og svo var húsnæði
deildarinnar sýnt og gestirnir fræddir
um starfið.
Annan október var svæðisfundur
haldinn á Akureyri og sátu tveir
fulltrúar deildarinnar þann fund.
Þann 15. október var hópslysaæfing
almannavarna í Húnavatnssýslu og
fóru tveir sjálfboðaliðar frá deildinni á
þá æfingu. Sú æfing var mjög lærdóms-
rík. Neyðarvarnaráætlun deildarinnar
var yfirfarin fyrir hópslysaæfinguna.
Rauða kross vikan var vikuna 17.-
22. október. Í þeirri viku bauð deildin
upp á fræðslu um slys og börn þar sem
Ólafía Lárusdóttir, leiðbeinandi í
skyndihjálp, var með fræðsluna. Einn-
ig var börnum í 5. bekk Höfðaskóla
boðið að vera með tombólu fyrir
deild ina sem gekk vonum framar og
var hún haldin í Rauða kross vikunni
um leið og fatamarkaður.
Eins og árið 2010 var ástand meðal
sumra fjölskyldna og einstaklinga ekki
gott fyrir jólin og var neyðaraðstoð
veitt í samvinnu við Félags- og
skólaþjónustu A-Hún.
Sveitarfélagið Skagaströnd, Skaga-
byggð, Lions klúbbur Skagastrandar,
Kvenfélagið Eining og Skaga-
strandardeildin stóðu saman þetta
árið að því að veita einstaklingum
neyðaraðstoð. Alls bár ust þrettán
beiðnir og var orðið við þeim öllum.
Sigrún Líndal, formaður.