Húnavaka - 01.05.2012, Síða 270
H Ú N A V A K A 268
LIONSKLÚBBUR
SKAGASTRANDAR.
Hefðbundið er að halda einn fund
í mánuði og eru þeir þriðja miðvikudag
hvers mánaðar.
Umdæmisstjóri, Benjamín Jósefs-
son, ásamt svæðisstjóra, Gunnari Val-
garðsyni, komu í heimsókn 19. janúar
og fluttu fræðslu um Lionsmálefni og
gamanmál. Voru starfskraftar þeirra
nýttir við inntöku nýrra félaga.
Troskvöld (sjávarréttakvöld, 12
rétta) var haldið laugardaginn 26.
febrúar og tókst vel í alla staði, Lions-
félagar og makar frá Lkl. Blönduós
fjölmenntu, aðalræðumaður kvöldsins
var sr. Hjálmar Jónsson. Rauðmaga-
veisla var hjá Lkl. Skagafjarðar, 30.
mars, í Skagaseli. Mættu nokkrir
félag ar þangað, frábær matur og
góður fundur.
Sala rauðu fjaðrarinnar var 8.-10.
apríl en það var innlegg til að
Blindrafélagið gæti keypt nýjan ís-
lenskan talþjón.
Ekki er almennt fundað um sumar-
mánuðina en starfið hófst aftur í
september og voru þá tuttugu félagar
í klúbbnum. Októberfundurinn var
haldin í Bjarmanesi, á hann mætti
um dæmisstjóri, Bjarney Jörgensen, og
fór hún á kostum, allavega urðu
skemmti legar umræður um ólíkleg-
ustu mál. Var henni og fylgdarliði
boðið uppá þorskhnakka á spænska
vísu.
Aðalfjáröflunarvinnan er tinda-
bikkjuverkun, sem hófst í október og
lauk í desember en þá er hún full
verkuð og tilbúin til sölu. Skata frá
Lionsklúbbnum hefur m.a. verið
notuð í Þorláksmessuskötuna þar sem
Fisk Seafood hefur boðið bæjarbúum
til skötuveislu. Á aðventu voru heldri
borgurum færðar jólastjörnur að gjöf
og annan í jólum sér klúbburinn um
barnajólaballið í Fellsborg. Eru þá
ýmsir góðir aðilar fengnir í liðið,
undirspilarar, söngvarar og jólasvein-
ar, svo fá allir sem mæta kökur og
eitthvað að drekka með.
Að venju styrkir klúbburinn ein-
staklinga í samfélaginu og ýmsa aðra
aðila, bæði innanlands og erlendis.
Guðmundur Finnbogason, formaður.
Ræðumaður á Troskvöldi Lionsklúbbs
Skagastrandar, sr. Hjálmar Jónsson.
Ljósm.: Árni Geir.
Jólaball 2011. Ljósm.: Árni Geir.