Húnavaka - 01.05.2012, Síða 275
273H Ú N A V A K A
var rituð“ sem menningarfélagið gef ur
út. Höfundar eru þær Dagný Mar ín
Sigmarsdóttir, Sigrún Lárus dóttir og
Svava Guðrún Sigurðardóttir en teikn-
ingar í bókinni eru eftir Guð brand Ægi
Ásbjörnsson. Bókin er um 70 blaðsíður
og er ætlað að varpa ljósi á ævi Þórdísar
spákonu þar sem stuðst er við frásagnir
úr Íslendingasögum og Þjóðsögum
Jóns Árnasonar, auk þess sem höfundar
hafa getið í eyð urnar.
Er líða fór að jólum var haldið
bóka kvöld í Spákonuhofinu þar sem
bókin um Þórdísi var kynnt ásamt fleiri
bókum. Áttu gestir saman góða stund
yfir upplestri og héldu svo heim í
jólaundirbúning saddir af kökuáti og
kakódrykkju.
Tvær jólasögustundir fyrir börn
voru svo í lok jólaföstunnar og var
mjög vel mætt enda eru börnin á
Skaga strönd dugleg að heimsækja
hofið og hafa mjög gaman af að láta
segja sér eða lesa fyrir sig sögur.
Nemendur Höfðaskóla hafa í vetur
komið í sérstakar skólaheimsóknir þar
sem þeir fræðast um Þórdísi spákonu
og ýmislegt fleira. Frá opnun, þann 30.
júní 2011, og fram að áramótum sóttu
tæplega 1.800 gestir Spákonu hofið
heim.
Dagný Marín Sigmarsdóttir, verkefnisstjóri.
NES LISTAMIÐSTÖÐ EHF.
Nes Listamiðstöð hóf starf-
semi sína á árinu 2008 og því
var árið 2011 þriðja heila
rekstrarár félagsins. Gestir Nes
listamiðstöðvar árið 2011 voru
tæplega 70 en þeir dvöldu í
einn til þrjá mánuði í senn. Í
listamiðstöðinni hafa verið
mynd listarmenn, mynd högg v-
arar, rithöfundar, dansarar, ljós-
myndarar, hljóðlistamenn og
fjöllista menn, svo fátt eitt sé talið.
Nær allir listamennirnir voru er-
lendir og var þjóðerni þeirra mjög
fjölbreytt; Ástralía, Suður-Afríka,
Rússland, Kórea, Japan, flest Evrópu-
löndin, Brasilía, Kanada og Banda-
ríkin, svo eitthvað sé nefnt. Má því
segja að alþjóðlegt samfélag skapist á
Skagaströnd í flestum mánuðum.
Í hverjum mánuði eru ákveðnir
fastir viðburðir, t.d. er „potluck“ í
upphafi hvers mánaðar, þar sem
listamenn og heimamenn koma
saman og hver leggur með sér rétt á
veisluborðið. Auk þess er í lok hvers
mánaðar haldið „Opið hús“ þar sem
gestum hefur boðist að skoða listaverk
og ræða við það listafólk sem verið
hefur að störfum. Opið hús er ætíð
auglýst í vefmiðlum á Norðurlandi
vestra og hefur aðsókn verið frá 20-
150 manns hverju sinni.
Talið er að listamennirnir hafi al-
mennt notið dvalarinnar og verið
ánægðir með veru sína hérlendis.
Víðsvegar um heiminn eru til sýnis
verk sem orðið hafa til á Skagaströnd
og verk, þar sem Ísland, Skagaströnd
og nágrenni er innblástur og um-
fjöllunarefni með einum eða öðrum
hætti.
Þórdís.