Húnavaka - 01.05.2013, Blaðsíða 103
H Ú N A V A K A 101
nú sennilega ekki fengið ef einhverjir starfsmenn hefðu verið búnir að vera
með mér og vinum mínum í hestaferðum eða viðlíka slarki þar sem ég hefi haft
sjálfdæmi um skammtastærð þess sem ég innbyrði. Enda sagði Stera-Pétur
læknir við mig í heimsóknartíma skömmu síðar: „Helvítis asnar eru þetta að
ætla að láta þig stjórna magninu.“
Jæja, það var gott að koma aftur inn á O-deildina, eins og að komast heim,
ég var svo heppinn að lenda inn á stofu 6, sem er 6 manna stofa en var tóm,
hugsaði ég hlýtt til þeirra starfskvenna að velja mér slíkt næði. Ég hafði að vísu
ekki verið lengi þar þegar bættust við nýir íbúar. Er þar fyrst til að telja
Jóhannes nokkur, fyrrverandi lögreglumaður og er frá Siglufirði, sem á við
ýmis mein að stríða. Ekki hef ég talað sem neinu nemur við Jóhannes því hann
sefur allan sólarhringinn og er einungis vakinn á nokkurra klukkustunda fresti
til að fá svefnlyfin sín.
Einu sinni náði ég þó smásambandi við hann þegar hann vaknaði til að
pissa og til að byrja samræður við gamla manninn spurði ég hvaðan hann væri
ættaður.
Það stóð ekki á svari því karlinn byrjaði: „Samkvæmt Íslendingabók þá . . “
og svo taldi hann upp einhverja fornmenn sem ég veit ekkert hvort nokkurn
tímann voru til, né hvar þeir bjuggu en ég man eftir, að bæði minntist hann á
Gísla Súrsson og Geirmund heljarskinn. Eftir því sem karlinn nálgaðist mið-
aldirnar minnkaði athyglisgáfa mín og áhugi fyrir bakgrunni hans. Stuttu
seinna eða um 1729 er Jón halti forfaðir hans bjó á Sjávarborg í Skagafirði
sofnaði Jóhannes sjálfur, mikið varð ég feginn þá. Síðan höfum við Jóhannes
aðallega rætt saman um hvort glugginn skuli vera opinn eða lokaður og hann
svarar alltaf eins: „Mér er alveg sama.“ Og finnast mér þær samræður bæði
hæfilega langar og innihaldsríkar.
Þegar starfsfólkið er að kanna hve illa hráefnið (sjúklingarnir) er haldið af
verkjum er notaður skali frá 1 og upp í 10. Ég hef aldrei skilið hvernig svona
getur virkað. Um daginn spurði einn hjúkrunarfræðingurinn táningspilt sem
kominn var á stofuna hvernig verkirnir væru á skalanum einn til tíu. „Svona
8,5 til 9“ svaraði drengurinn og brosti fallega og spurði svo strax til baka: „Er
hægt að panta pizzu hérna?“ En Jóhannes gamli segir alltaf 2,5 og að sér líði
ágætlega þó hann haldi varla hljóðum. Já, viðmiðin eru ýmis í lífinu.
Annars er Jóhannes svo pakkaður af tækjum, slöngum og leiðslum hvar sem
á hann er litið að það er líkast því að horfa ofan í vélarrúmið á Ferrari For-
múlu bíl að sjá karlinn. Hann minnir mig líka á langlokuna sem ég fékk á
Egilsstöðum forðum daga sem var fyllt með spaghetti, aflangur massi og svo
mislangir endar út um allt sem engu kerfi virtust lúta.
Stofugangur er sérkennileg athöfn, þá koma nokkrir misgamlir og þreytulegir
menn í hvítum sloppum og labba á milli rúmanna og spyrja hvort allt sé ekki
í fína lagi, svo eru þeir horfnir. Fyrsta daginn sem Jóhannes var þá ansaði hann
engum læknanna meðan þeir stoppuðu hvernig sem þeir reyndu að ná sam-
bandi við hann. Þegar þeir voru farnir og búnir að loka hurðinni á eftir sér
taut aði kallinn við sjálfan sig: „Ég segi helvítis málurunum ekkert um mína
hagi.“