Húnavaka - 01.05.2013, Blaðsíða 161
H Ú N A V A K A 159
eiginmaður hennar var Jakob í Geil. Hún býr í Færeyjum. Yngri systir hennar
er Artha Rut og er fædd 1941. Hennar maður er Ólafur Ingvason og þau búa
í Reykjavík.
Á Suðurey ólst Amy upp hjá foreldrum sínum og systrum. Suðurey er syðsta
eyja Færeyja. Vesturströnd eyjarinnar er hálend
með miklum fuglabjörgum en austurströndin
vogskorin og þar er þorpið Tvoroy (Tvöreyre) við
Trangis vogs fjörð með um 800 íbúa. Amy var stolt
af uppruna sínum og bar hlýjar tilfinningar til
eyjunnar sinnar og þjóðarinnar sem byggir hana.
Þegar Amy er 15 ára, eða árið 1954, flytur
faðir hennar til Íslands og móðir hennar ári
seinna en Amy fer til Danmerkur í vist og þar
dvaldi hún í tvö ár.
Þann 20. september árið 1956 leggst farþega-
skipið Dronning Alexandrine að bryggju í Reykja-
vík. Einn af farþegunum í þessari ferð er 19 ára
fær eysk stúlka, Amy Evarda Hentze. Hún er kom-
in til Íslands til að dvelja hjá foreldrum sínum. Móðir hennar vann þá á Hótel
Vík sem ráðskona og kokkur.
Á hótelinu vann einnig ungur Skagstrendingur, Hallbjörn Jóhann Hjartar-
son, þá 23ja ára. Hallbjörn og Amy fella hugi saman og þann 25. maí 1958
gengu þau í hjónaband í Hólaneskirkju á Skagaströnd. Hallbjörn er fæddur 5.
júní 1935, foreldrar hans voru Hjörtur Jónas Klemensson, 1887 - 1965, og
Ásta Þórunn Sveinsdóttir, 1891 - 1960.
Amy og Hallbjörn settust að á Skagaströnd. Fyrst bjuggu þau hjá foreldrum
Hallbjarnar í Vík. Þann 21. október 1957 kvaddi sorgin dyra hjá unga parinu
þegar þeim fæddist andvana drengur. En lífið hélt áfram og 1959 flytja þau í
Brimnes sem verður heimili þeirra æ síðan. Árið 1960 fæðist annar sonur, sem
við skírn fékk nafnið Grétar Smári, hans kona er Cornelía Selut Boncales og
eiga þau alls þrjú börn. Árið 1963 fæddist Kenný Aðalheiður, hennar maður er
Ómar Sigurbjörnsson og eru börn þeirra fjögur. Yngst er Svenný Helena, fædd
1967, hennar maður er Gunnar Sveinn Halldórsson og börnin þeirra eru fjögur.
Amy var hlý og góð öllum sem urðu á vegi hennar. Hún var heil og sönn,
ekki skaplaus en vel meinandi, velviljuð og góðhjörtuð, hrein og bein. Hún var
vinamörg og vinir barnanna hennar urðu um leið hennar vinir. Heimilið stóð
öllum opið og oft var mikill gestagangur í Brimnesi. Amy var jafnframt
sjálfstæð og sterk kona sem þáði sjaldan hjálp eða nokkra aðstoð en var alltaf
tilbúin að hjálpa öðrum. Lífsstarf hennar var starf húsmóðurinnar, eigin-
konunnar, mömmunnar og ömmunnar en auk þess vann hún ýmis störf utan
heimilisins, svo sem við fiskvinnslu, við afgreiðslustörf í Sparisjóði Skaga-
strand ar og í verslun HJH og í Kántrýbæ.
Hún andaðist á Fjórðungss júkrahúsinu á Akureyri. Útför hennar fór fram
frá Hólaneskirkju 24. mars. Jarðsett var í Spákonufellskirkjugarði.
Sr. Ursula Árnadóttir.