Húnavaka - 01.05.2013, Blaðsíða 278
H Ú N A V A K A 276
aðstöðu hjá Nesi til þess að vinna við
listsköpun sína sem getur verið af
margvíslegum toga, s.s. listmálun,
tónlist, skrif, högglist, kvikmyndagerð,
gjörningar, innsetningar og dans.
Nær allir listamennirnir eru erlendir
og er þjóðerni þeirra mjög fjölbreytt.
Fyrstu mánuði ársins stýrðu hjón-
in, Andrea og Jakob Kasper, listamið-
stöðinni en í apríl var Melody
Woodnutt ráðin sem framkvæmda-
stjóri en hún kom frá Ástralíu til þess
að starfa fyrir félagið.
Í hverjum mánuði eru ákveðnir
fastir viðburðir, t.d. er „potluck“ í
upphafi hvers mánaðar, þar sem lista-
menn og heimamenn koma saman
og hver leggur með sér rétt á veislu-
borðið. Auk þess er í lok hvers mán-
aðar haldið „Opið hús“ þar sem
gestum hefur boðist að skoða listaverk
og ræða við það listafólk sem verið
hefur að störfum. „Opið hús“ er ætíð
auglýst í vefmiðlum á Norðurlandi
vestra og hefur aðsókn verið frá 20-
150 manns hverju sinni.
Á árinu var fyrsta eiginlega lista-
hátíðin, S.E.A.S (Site-Exploratory
Arts Festival) á vegum Nes haldin. Á
hátíðinni stóð hópur listamanna fyrir
listviðburðum vítt og breitt um
Skaga strönd og nágrenni.
ist Listavist við Húnaflóa.
Felst verkefnið í því að
markaðssetja og vinna af-
þreyingarpakka, sérstaklega
með dvalargesti Ness í huga.
Í byrjun maí var hafist
handa við smíði viðbyggingar,
fordyris, við Spákonuhofið og
var það nothæft í júlí. Enn er
þó eftir að ljúka við að ein-
angra, ganga frá veggjum og
gólfi að innan og mála og
merkja að utan. Í september hélt
Menningarfélagið Spákonuarfur,
ásamt sveitarfélaginu, grjóthleðslu-
námskeið í samstarfi við Fornverk
ehf. Var það liður í því að auka þekk-
ingu meðal heimamanna á helstu
grundvallaratriðum í grjót hleðslu
með náttúrulegu grjóti. Þátt takendur
voru sjö og var byrjað á grjóthleðslu
við Spákonuhofið sem verður
vonandi fram haldið með vor inu.
Menningarfélagið stóð fyrir laufa-
brauðsbakstri fyrir listamenn úr Nes
listamiðstöð í desember og voru hinir
erlendu listamenn mjög svo hrifnir af
hinni norðlensku jólahefð.
Dagný Marín Sigmarsdóttir.
NES LISTAMIÐSTÖÐ EHF.
Nes Listamiðstöð hóf starfsemi
sína á árinu 2008 og því er árið 2012
fjórða heila rekstrarár félagsins.
Gestir Nes listamiðstöðvar voru 93
en þeir dvöldu í einn til þrjá mánuði
í senn eða samtals 115 gistimánuði
alls. Listamiðstöðin er opin allt árið
og getur hýst u.þ.b. 14 listamenn í
einu. Frá því í júní 2008 og til loka árs
2012 hafa dvalið hjá Listamiðstöðinni
um 400 listamenn. Nú dvelur fólk að
jafnaði í tvo mánuði í senn og fær
Spákonufellið er vinsæl fyrirmynd.
Ljósm.: Árni Geir.