Húnavaka - 01.05.2013, Blaðsíða 160
H Ú N A V A K A 158
Sólheimum sem þá var rekinn að Tjarnargötu 35. Þar kynnist hún eiginmanni
sínum, Gísla Skaptasyni, húsa smíðameistara en hann hafði veikst af berklum
og var sjúklingur á Sólheimum. Gísli var fæddur 6. janúar 1913, hann var
Reykvíkingur.
Sigríður og Gísli ganga í hjónaband og árið 1945 fæðist þeim fyrsta barnið
þeirra sem fær nafnið Sveinborg María. Hennar maður var Jón Stefán
Rafnsson sem lést árið 1985 og þau eiga þrjú börn. Árið 1947, fæðist Vilhjálm-
ur Hallbjörn, hans kona er Olga Sverrisdóttir, þau eiga 2 börn. Árið 1949
fæðast tvíburarnir Hjalti og Skapti. Hjalti lést á öðru árinu, þann 22. október
1950. Skapti lést 19. október 1997, aðeins 48 ára. Eiginkona Skapta var
Kolbrún Sigurðardóttir, þau eignuðust tvær dætur.
Sumarið 1947 flytja Sigríður og Gísli til Skagastrandar. Þá eru börnin orðin
tvö og mikill húsnæðisskortur ríkir í Reykjavík. Þau byggðu sér hús að
Fellsbraut 5 og bjuggu þar á efri hæðinni. Á þeim tíma rak Gísli smíðaverkstæði
í Höfða á Skagaströnd. Árið 1953 flytja þau suður í Grindavík. Gísli hafði
fengið vinnu hjá hernum við að reisa möstur fyrir lóranstöðina og Sigríður
vann sem matráðskona hjá vinnuflokknum. Um áramótin 1953-54 flytja þau
til Reykjavíkur og búa þar allan sinn búskap eftir það.
Árið 1992 fer Gísli á öldrunarheimilið Hafnarbúðir vegna heilsubrests en
hann lést árið 1994. Tveimur árum eftir andlát Gísla flytur Sigríður aftur til
Skagastrandar og hennar heimili verður Dvalarheimilið Sæborg. Þar bjó hún
meðan heilsan leyfði en þá fór hún á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi.
Sigríður var góð kona með ríka kímnigáfu sem gaman var að ræða við um
margvísleg málefni. Hún var skýr í hugsun og hafði skoðanir á þjóðmálum.
Hún var ávallt málsvari lítilmagnans og henni tókst einstaklega vel að eyða
umræðu sem var fánýt og þarflaus.
Sigríður var trúuð kona, las heilagt orð, fór með bænir sínar, lagði líf sitt,
líf barnanna sinna og barnabarna í Guðs hendur og átti einlæga trú á líf í
faðmi frelsarans þegar þessu lífi lyki. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á
Blönduósi. Útför hennar fór fram frá Hólaneskirkju 27. janúar, jarðsett var í
Spákonufellskirkjugarði.
Sr. Ursula Árnadóttir.
Amy Eva Eymundsdóttir,
Skagaströnd
Fædd 5. febrúar 1939 – Dáin 7. mars 2012
Amy Eva fæddist í bænum Tvoroy (Tvöreyre) á Suðurey í Færeyjum. Foreldrar
hennar voru Rakel Olsen Hentze, 1918 - 1995 og Edmund Fritz Leo Hentze,
1913 - 1970. Foreldrar hennar gáfu henni nafnið Amy Evarda en þegar hún
fékk íslenskan ríkisborgararétt þurfti hún að breyta seinna nafni sínu í Eva og
varð Eymundsdóttir. Amy á tvær systur. Sú eldri er Irena í Geil, fædd 1937,