Húnavaka - 01.05.2013, Blaðsíða 146
H Ú N A V A K A 144
Nýjum andstæðum, á eigin kostnað. Ég og
móðir mín, Elín Guðmundsdóttir, vorum
norð ur í Fljótum hjá frændfólki. Alsystir
mín, Þóra Kristín, var á Björnólfsstöðum
um veturinn í góðu yfirlæti.
Að vetri liðnum safnaðist fjölskyldan
saman á ný. En hvað átti að gera? Ekki
fannst föður mínum annað koma til mála en
að stunda búskap. Daglaunavinna var
honum andstyggð. En ekki kom honum til
hugar að fara fram á Laxárdal þá. Sóttist
eftir jarðnæði sem væri betur í sveit sett.
Vindhæli á Skagaströnd, skammt frá
þorp inu, var laust til ábúðar. Eigandinn
flutt ist í kauptúnið. Á þetta fornfræga
höfuðból var nú flutt, ær keyptar um vorið,
loðnar og lembdar. Allt greitt út í hönd því
að veturinn á undan hafði verið allgjöfull
hvað tekjur áhrærði. Þar kom til sala á
ljóðabókinni, skáldastyrkur fimm hundruð
krónur - hinn eini, er föður mínum hlotnaðist um sína daga. Þá höfðu
upplestrar- og kvæðakvöld í höfuðstaðnum fært nokkrar tekjur. Við þetta
bættist andvirði fjár þess, er slátrað hafði verið haustið áður, eftir að flutt var
framan af Laxárdal. Man ég glöggt er faðir minn greiddi út ærnar og fannst
mikið til um. Seðlarnir voru splunkurnýir. Mér fannst faðir minn vera ríkur og
hann var ekki lengi að hugsa sig um hvernig hann ætti að verja peningunum.
Nú var hægt að bera höfuðið hátt, jörð fengin og bústofn. Framtíðin virtist
brosa við. Bestu árin voru að vísu að baki, hann var orðinn 46 ára en hafði
mikinn hug á að hefja stórbúskap, eftir að hafa orðið að láta sér nægja
rýrðarkot í afdölum fram til þessa. Nógu var að sinna. Mikið var heyjað fyrsta
sumarið. Túnið stórt og grasgefið og engjaheyskapur mikið sóttur. Tími til
skáldskapar varð því lítill. Um það vitna vísurnar:
Kvæðaspil er hljómlaust hjá mér,
hlotnast fremdin ekki nein.
Á tímabili bar þó á mér,
blöðin nefndu stundum Svein.
Efnishyggju og önnum hlaðinn
ei má sinna kvæðagjörð,
því nú byggi stóra staðinn,
Strandarinnar mestu jörð.
Á vetur voru settar 120 kindur. Svo margt fé hafði faðir minn ekki áður haft.
Útbeit var mikið notuð því að haglendi var gott og ólíkt snjóléttara en frammi
Sveinn Hannesson.