Húnavaka - 01.05.2013, Blaðsíða 243
241H Ú N A V A K A
löngu uppseldir. Fyrir jólin 2012 lögð-
um við upp með öðruvísi boli, létum
prenta „Húnvetnskar hetjur!“ og
„Blönduós er með ‘etta“.
Töfrakonur hafa frá upphafi fram-
leitt prjónaflíkur eftir óskum hvers og
eins og er þar íslenska lopapeysan í
öndvegi enda að okkar mati einhver
flottasta tískuflík sem hægt er að fá sér.
Höfum við framleitt allt frá stórum
herrapeysum að kjólum til ung barna-
setta og ef fólk langar til að skoða
eitthvað af þessum flíkum þá eru
myndir bæði á facebooksíðunni okkar
og svo heimasíðunni. Gömul og góð
munstur, sem margir þekkja, hafa ver-
ið vinsæl en mest höfum við framleitt
af peysum með hestamunstri. Það er
gaman að segja frá því að það eru lítil
takmörk fyrir því hvað hægt er að
setja flott munstur á lopapeysur en við
höfum framleitt nokkrar peysur með
lógói Laxaseturs Íslands á Blönduósi.
Töfrakonur ákváðu seint á árinu að
snúa sér nær eingöngu að sölu á net-
inu þar sem við höfum ekki okkar
eigin sölustað svona að staðaldri. Við
fórum þó á nokkra markaði fyrir jól
og vorum með sölu í nokkra daga í
Laxasetri Íslands. Um Húnavöku-
helg ina fengum við að vera í húsnæði
Búsílags í Kvennaskólanum og það
var virkilega gaman að taka þátt í
þess ari hátíð okkar Húnvetninga.
Fyrirtækið Töfrakonur ehf. var
stofn að 14. febrúar 2010 og fyrir þá
sem ekki hafa verið að fylgjast með er
gaman að rifja upp bókatitlana níu
sem nú hafa verið gefnir út:
Þar sem hjartað slær, skáldsaga
2010, höfundur Birgitta Hrönn Hall-
dórsdóttir. Út við svala sjávarströnd,
skáldsaga 2010, höfundur Birgitta
Hrönn Halldórsdóttir. Enginn er eins
og þú, skáldsaga 2010, höfundur Jó-
hanna Helga Halldórsdóttir. Konfekt-
molar, ljóðabók 2010, höfundur
Jóhanna Helga Halldórsdóttir. Nokk-
ur lauf að norðan, smásagnasafn
2010, 15 höfundar. Nokkur lauf að
norðan II, smásagnasafn 2011, 15
höfundar. Í nýjum heimi, skáldsaga
2011, höfundur Jóhanna Kristín Atla-
dóttir. Ævintýri tvíburanna, skáldsaga
fyrir börn og unglinga 2011, höfundur
Birgitta Hrönn Halldórsdóttir. Ævin-
týri tvíburanna á Spáni, skáldsaga
fyrir börn og unglinga 2012, höfundur
Birgitta Hrönn Halldórsdóttir.
Jóhanna Helga Halldórsdóttir.
Ævintýri tvíburanna á Spáni, skáldsaga
fyrir börn og unglinga kom út á síðasta ári.
Höfundur er Birgitta Hrönn Halldórsdóttir.