Fréttablaðið - 27.01.2016, Page 2

Fréttablaðið - 27.01.2016, Page 2
2 banaslys hafa orðið í Silfru frá árinu 2010 Veður Suðlæg átt í dag um 5-13 m/s. Snjókoma með köflum eða él sunnan og vestan til á landinu, en áfram þurrt og bjart að mestu um landið norðaustanvert. Kalt í veðri, einkum í innsveitum norðaustanlands. Sjá Síðu 18 Samfélag Stefnt er að því að koma á sjálfvirku flokkunarkerfi á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir, það er að segja gler- og plastflöskur og dósir. Frá því kerfin voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum Sorpu í Hafnarfirði og á Granda í fyrra hefur meira magni af umbúðum verið skilað þangað að sögn Guðmundar Tryggva Ólafssonar, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva Sorpu. „Þetta hefur fengið góðar viðtök- ur,“ segir Guðmundur. Nýja kerfið krefjist minna af þeim sem skila sem og af starfsmönnum. Vélin les strika- merki og það eina sem fólk þurfi að hugsa um sé að halda umbúðunum heilum. Þórhildur Þorleifsdóttir, leik- stjóri og fyrrum alþingismaður, var á endur vinnslustöð á Granda í gær að skila dósum og flöskum. „Ég geri allt sem ég get til að stuðla að aukinni endurvinnslu og reyni að draga úr notkun einnota umbúða,“ segir hún. Að sögn Þórhildar vandist hún á að flokka alls konar rusl þegar hún bjó um skeið í Þýskalandi. Hún hafi reynt að halda því áfram er heim var komið þótt fólki sé ekki alltaf auð- veldað það. „Maður hefur stundum þurft að standa úti í rigningu og roki að reyna að troða flöskum í einhvern gám. Þá hefur maður verið nærri því að fara og segja endurvinnslunni að eiga þetta bara.“ Vinkonurnar Sigurbjörg Björns- dóttir og Matthildur Sigrúnar- dóttir voru einnig í Sorpu að skila umbúðum. Þær segjast skila einu sinni á ári þegar flöskurnar og dósirnar hafa safnast upp. Þær nýti búbótina til að kaupa sér eitthvað skemmtilegt en nú fást sextán krónur á hverja einingu. „Við erum tiltölulega nýfluttar inn saman og það er fínt að fara svona saman, fjölskyldan, og skila,“ segir Sigurbjörg. thorgnyr@frettabladid.is Meiri skil á dósum með sjálfvirku kerfi í Sorpu Meira magni af skilagjaldsskyldum umbúðum er skilað frá því sjálfvirk flokk- unarkerfi voru tekin í notkun á endurvinnslustöðvum. Skilagjaldið er búbót fyrir Íslendinga. Þórhildur Þorleifsdóttir vill stuðla að aukinni endurvinnslu. Verðlaunaðar fyrir fuglafræðispil Ólafur Ragnar Grímsson afhenti í gær Birgittu Steingrímsdóttur og Heiðdísi Ingu Hilmarsdóttur Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verk- efnið Þekkirðu fuglinn? Það er um rannsókn á fuglafræðiþekkingu og gerð spils um fuglafræði fyrir börn sem gæti nýst til náms. Fréttablaðið/anton Maður hefur stundum þurft að standa úti í rign- ingu og roki að reyna að troða flöskum í einhvern gám. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri Matthildur Sigrúnardóttir og Sigurbjörg björnsdóttir fara árlega með umbúðir í endurvinnslu. Fréttablaðið/Hanna fljótSdalShérað Búnaðarfélag Eiðaþinghár og Kvenfélag Eiðaþing- hár hafa gert 23 milljóna króna til- boð í húsnæði barna- og leikskólans á Eiðum. Fyrirhugað er að halda úti ferðaþjónustu í hluta húsanna en einnig yrði húsnæðið nýtt í félags- aðstöðu. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segist munu ræða við félögin á næstunni. „Áætlunin er sú að byggja þarna upp eitthvað til eflingar nærsvæð- inu,“ segir Björn og bendir á að það sé í samræmi við samþykkt bæjar- stjórnar frá árinu 2012 þar sem lagt var til að efla nærsamfélagið. „Hug- myndin er sú að þetta sé að fara úr eigu sveitarfélagsins en verði hugsað til uppbyggingar nærsamfélagsins,“ segir Björn. – þea Kvenfélag vill í ferðaþjónustu SlyS Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugs- aldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. Lögreglan á Selfossi var kölluð út um hádegisbilið vegna slyssins og var konan sótt með þyrlu Landhelgis- gæslunnar og flutt á Reykjavíkurflug- völl. Þaðan var konunni ekið á Land- spítalann við Hringbraut. Reglur um köfun í gjánni voru hert- ar í ársbyrjun 2013 í kjölfar banaslyss þann 28. desember 2012. Bönnuðu þá þjóðgarðsvörður og Siglingastofnun, sem nú er hluti af Samgöngustofu, köfun fyrir neðan átján metra í því skyni að reyna að tryggja öryggi kaf- ara. Ólafur segir að öll slys séu tilefni til að ræða um hertar reglur. – þea Enn eitt slys ofan í Silfru Allir svona viðburðir gefa okkur tilefni til að skoða málið. Ólafur Örn Haraldsson, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum Ferðamaður slasaðist alvarlega við köfun í Silfru. Fréttablaðið/Pjetur 2 7 . j a n ú a r 2 0 1 6 m I ð V I K u d a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 2 6 -0 1 -2 0 1 6 2 2 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 4 7 -A F 8 8 1 8 4 7 -A E 4 C 1 8 4 7 -A D 1 0 1 8 4 7 -A B D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.