Lögmannablaðið - 01.07.1998, Síða 4

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Síða 4
um sagt sitt síðasta orð um efnið. Þegar ritari þessara lína var að al- ast upp, meðal annars í leikjum á Landakotstúninu, fyrir fleiri árum en sanngjarnt er að rekja, voru það óskráð lög að ekki mætti veitast að þeim, sem ekki gætu svarað í sömu mynt. Ekki hafa heldur þótt góðir mannasiðir að segja eitthvað um einhvern á bak, sem maður ekki vildi segja beint framan í hann. Allir lögmenn skilja gremju yfir því sem menn telja rangar dómsniðurstöður. Slíkar niðurstöð- ur er sjálfsagt að gagnrýna með rökum eða rökleysu eftir hætti hvers sem kýs. Þótt hver þjóðfé- lagsborgari, og líka lögmenn, segi mest um sjálfan sig með fullyrðing- um um lágar hvatir, sem liggi að baki gerðum, sem honum mislíka, tel ég að lögmenn verði að stilla gremju sinni í hóf. Beita hvassri gagnrýni á niðurstöður, sem þeir telja rangar, en láta vera að telja að þær byggist á öðru en því sem dómarar telja rétt- asta lögfræðilega niður- stöðu. Í þessum orðum mín- um er, eins og endranær, vandratað meðalhófið. Dóm- stólar þurfa vissulega að- hald, hvöss gagnrýni er nauðsynleg til þess að halda þeim við efnið. Trúa mín er að árangursríkara sé að freistast ekki til þess að gera dómurum, frekar en öðrum, upp hvatir sem maður sjálfur vill ekki að stjórnuðu sér. Í þessu verður hver að vera dómari í sjálfs síns sök. Vera má þó, að sérstök ástæða sé til að endurskoða ákvæði siðareglnanna um framkomu lögmanna við dómstóla, til þess að taka af allan vafa um það, að áskilnaður um virð- ingu sé ekki til þess ætlaður að leysa dómstóla, frekar en aðrar opinberar stofnanir, undan hvassri gagnrýni og hörðum gildisdómum. 4 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.