Lögmannablaðið - 01.07.1998, Page 16

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Page 16
formum í tilvikum eins og skilnað- armálum og búskiptum. Ef um ein- hverja ráðgjöf er að ræða sem tengist túlkun á lagareglum eða framkvæmd mála fyrir dómi fellur það skýlaust undir lögmannsstörf og má aðeins veitast af lögmanni. Skylduaðild lögmanna Saga samtaka lögmanna er sam- tvinnuð málefninu um skylduaðild. Í mörgum fylkjum voru rekin frjáls samtök lögmanna, sem m.a. önn- uðust kynningu á pólitískum við- horfum lögmanna á meðal þing- manna fylkisins. Mikilvægt fræði- starf, svo sem samhæfing laga meðal allra fylkja, hefur verið unn- ið á vettvangi frjálsra félagasam- taka. Þar ber hæst það starf sem unnið er af Lögmannafélagi Bandaríkjanna (Amercian Bar Association eða ABA), sem eru frjáls samtök allra lögfræðinga. Skylduaðild að samtökum lög- manna komst á í öllum fylkjum BNA eftir 1920. Til að tryggja al- mannahagsmuni varðandi eftirlits- og agavald yfir lögmönnum þótti skylduaðild að samtökum lög- manna nauðsynleg. Með henni væri tryggt að allir lögmenn undir- gengjust eftirlitskerfi samtaka lög- manna og væru jafnframt bundnir agavaldi þeirra samkvæmt siða- reglum. Hæstiréttur, sem hafði æðsta vald í málefnum lögmanna samkvæmt fylkjalögum, framseldi lögmannafélaginu forræði eftirlits- og agavalds á fyrstu stigum mála. Lögmannafélagið varð því tiltekið í reglum sem stjórnsýsluarmur dóm- stólanna í málefnum lögmanna. Eftirlits- og agavald Stjórnarskrá Flórídafylkis kveður á um hver fari með eftirlitshlutverk og agavald yfir lögmönnum og annist jafnframt veitingu lög- mannsréttinda. Slíkt úrskurðarvald er veitt Hæstarétti Flórída. Svipað- ur háttur er hafður á í öðrum fylkj- um BNA. Rökin eru þau að sjálf- stæði dómstólanna sé besta trygg- ing borgaranna fyrir réttaröryggi og sé um leið trygging fyrir óvilhallri meðferð á agabrotum lögmanna. Daglegt eftirlitsvald, eins og áður er getið, hefur hæstiréttur falið fylkisráði lögmannafélagsins sem stjórnsýsluarmi dómstólsins. Þeirra hlutverk er að sjá til þess að siða- reglum sé framfylgt og að lögmenn fari að almennum lögum í starfi sínu. Starfrækir lögmannafélagið sérstaka aganefnd sem sér um rannsókn meintra brota á siðaregl- um og tekur við kærum frá um- bjóðendum. Sérstakur lögmaður félagsins (Bar Counsel) hefur með höndum saksókn brotamála fyrir aganefnd og Hæstarétti. Hæstirétt- ur Flórída kveður síðan á um end- anleg viðurlög, annaðhvort áminn- ingu, tímabundinn réttindamissi eða ótímabundna leyfissviptingu. Heimilt er þó að endurskoða ótímabundna leyfissviptingu eftir þrjú ár, ef vissum skilyrðum er full- nægt. Í agamálum er sakborningum ætíð tryggð umfjöllun tveggja sjálf- stæðra úrskurðaraðila, og er mál- skotsréttur samkvæmt agareglum tryggður. Annað myndi vart full- nægja alríkislögum um réttláta og sanngjarna málsmeðferð (due process), sem rætur sínar á að rekja til 5. viðauka að stjórnarskrá Bandaríkjanna. Á fyrstu stigum er brotamálið rannsakað af aganefnd og lýtur úrskurði fylkisráðs lög- mannafélagsins, en fullnaðarúr- skurð fellir síðan Hæstiréttur Flór- ída, eftir málskot og munnlegan málflutning aðila. Siðareglur Siðareglur lögmanna verður að telja óaðskiljanlegan þátt í mennt- un og veitingu starfsréttinda lög- manna í BNA. Áður en lögmaður getur hafið störf verður hann að gangast undir a.m.k. tvö próf í greininni. Fyrst er um að ræða próf í skyldugrein í hverjum lagaskóla sem fjallar um fyrirmynd siða- reglna fylkjanna, sem oft er nefnd „ABA Model Rules of Professional Conduct”. Þessar reglur voru samdar af nefnd á vegum Lög- mannafélags Bandaríkjanna (ABA) og hafa þjónað sem fyrirmynd í mörgum fylkjum. Í öðru lagi er sér- stakt próf í siðareglum hvers fylkis lagt fyrir lögmenn sem einn hluti lögmannsprófs í öllum fylkjum. Gefur því auga leið að lögmenn ættu að vera sæmilega að sér í ein- stökum ákvæðum siðareglna þegar þeir loksins hefja störf. Hæstiréttur hvers fylkis setur siðareglur fyrir lögmenn. Eru þær staðfestar af réttinum eftir opinbera umfjöllun og munnlegan málflutn- ing fyrir dómi. Siðareglur Flórída spanna yfir þætti eins og samband lögmanns og umbjóðanda, hags- munaárekstur, fjárvörslureikninga og auglýsingar lögmanna. Siðaregl- ur Flórídafylkis eru mun ýtarlegri heldur en ABA reglurnar og þar hafa verið settar strangar reglur um fjárvörslureikninga (trust accounts). Þar er m.a. kveðið svo á að séu fjármunir, sem tilheyra skjólstæðingi, lagðir inn á vaxta- berandi reikning þá renni þeir vextir óskiptir til styrktarsjóðs lög- mannafélagsins (Flórída Bar Foundation). Arður sjóðsins er síð- an notaður í almannaþágu, svo sem reksturs lögfræðiaðstoðar fyrir fátæka og námsstyrki fyrir laga- nema. Öflun málflutningsréttinda Veiting málflutningsréttinda heyrir undir hæstarétt hvers fylkis. Skilyrði til veitingar réttinda kunna að vera svolítið mismunandi eftir fylkjum, en þó eru nokkur atriði sameiginleg þeim öllum. Í aðalat- riðum krefjast öll fylki þess að um- sækjandi hafi lokið þriggja ára bandarísku laganámi og öðlast „Juris Doctor” (JD) gráðu. Að auki 16 Lögmannablaðið Siðareglur lögmanna verður að telja óaðskilj- anlegan þátt í menntun og veitingu starfsréttinda lögmanna ...

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.