Lögmannablaðið - 01.07.1998, Síða 19

Lögmannablaðið - 01.07.1998, Síða 19
19Lögmannablaðið heimild til eignarskráningar á reikning í verðbréfamiðstöð til að tryggja innbyrðis forgangsáhrif fullnustugerða en réttaráhrif eign- arskráningar teljast vera frá þeirri stundu sem lokafærsla hefur átt sér stað hjá verðbréfamiðstöðinni. Reikningsyfirlit skulu gefin út reglulega til eigenda rafbréfa um þau réttindi sem viðkomandi reikningshafi er skráður eigandi að, en um gerð reikninga og út- gáfu reikningsyfirlita fer eftir þeim reglum sem ráðherra setur á grundvelli laganna. Auk þess eru í lögunum ákvæði um kærumeðferð komi upp ágreiningur í tilefni af eignarskráningu í verðbréfamið- stöðinni, sbr. VI. kafla laganna. Ráð er fyrir því gert að um slík mál fjalli ávallt úrskurðarnefnd, sbr. 25. gr. laganna. Heimilt er að bera úrskurði hennar undir dómstóla innan 4 vikna frá því að úrskurður er uppkveðinn. Hér kann oft að vera um afar sérstæð mál að ræða s.s. vegna ágreinings um tæknileg atriði er varða lokafærslur í verð- bréfamiðstöðinni. Þess vegna er sett sem skilyrði að slík ágreinings- mál verða ekki borin undir dóm- stóla nema að undangengnum úr- skurði úrskurðarnefndar. Þess má geta að á öðrum Norðurlöndum hafa ágreiningsmál vegna eignar- skráninga í verðbréfamiðstöð verið afar sjaldgæf, a.m.k. ef miðað er við umfang og fjölda eignarskrán- inga. Í VII. kafla eru ákvæði um skaðabætur, í VIII., IX. og X. kafla er fjallað um eftirlit, viðurlög og gildistöku laganna. Auk ákvæðis til bráðabirgða I, sem ég vék að í upphafi, þá kemur skýrt fram í lokaákvæði laganna (ákvæði til bráðabirgða II), að ef útgefin eign- arréttindi yfir verðbréfi eru færð til verðbréfamiðstöðvar og eignar- skráð þar, ber að ógilda hið áþreif- anlega verðbréf. Nánar skal í reglu- gerð kveða á um innköllun og eignarskráningar vegna yfirfærslu á útgefnum verðbréfum í reglugerð sem ráðherra setur, enda kunna að nokkru leyti mismunandi sjón- armið að eiga við eftir því hvort yf- irfæra eigi t.d. skuldabréf eða hlutabréf hlutafélaga. Í ákvæðinu er því enn á ný ítrekað að sömu réttindi geta ekki verið jafnt í raf- bréfi sem og verðbréfi. Ljóst er að rafræn eignarskráning verðbréfa mun treysta mjög verð- bréfaviðskipti hér á landi og auka samkeppnishæfni íslensks verð- bréfamarkaðar í sívaxandi alþjóð- legri samkeppni. Brýnt er því að tæknilegri úrlausn málsins verði hraðað þannig að eignarskráningar á grundvelli hinna nýju laga geti orðið að veruleika sem fyrst. Ljóst er að rafræn eignar- skráning verðbréfa mun treysta mjög verðbréfavið- skipti hér á landi ... Sumarhús L.M.F.Í. Lögmannafélag Íslands á og rekur tvö sumar- hús, Lögmannshlíð og Þingbrekku, í Brekku- skógi í Biskupstungum. Lögmenn (og aðrir) geta tekið sumarhúsin á leigu viku í senn yfir sumartímann og skemmri eða lengri tíma yfir veturinn, t.d. um helgar. Úthlutað hefur verið öllum vikum í sumar en tiltölulega auðvelt er að komast í húsin í haust. Hægt er að panta húsin á skrifstofu L.M.F.Í. í síma 568-5620. Frá ritstjóra og ritnefnd: Aðsendar greinar. Félagsmenn eru hvattir til að rita í blaðið greinar, langar eða stuttar, um hugðarefni sín er tengjast störfum lögmanna eða Lögmannafé- laginu og lögfræði. Til að auðvelda vinnslu blaðsins væri æskilegt að aðsendar greinar kæmu bæði prentuðu formi og á tölvudiskum, t.d. í Word eða Word-Perfect ritvinnsluformi. Þá þarf helst ljósmynd af greinarhöfundi að fylgja.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.