Lögmannablaðið - 01.09.2004, Side 8
8
og fulltrúa á lögmannsstofum sem og í sam-
skiptum eldri og reyndari innanhússlögmanna
gagnvart þeim yngri sem kæmu nýir inn. Brýnt
væri að kynna siðareglur og mikilvægi þeirra fyrir
yngri lögmönnum og þeim grunvallaratriðum sem
gilda um störf og samskipti lögmanna og skjól-
stæðinga. Fram kom að danska lögmannafélagið
hefur nýlega tekið upp að bjóða litlum og miðl-
ungsstórum stofum upp á ráðgjöf við gerð við-
skiptaáætlana og er jafnframt að vinna að
upplýsingariti um atriði sem huga þarf að við
stofnun lögmannsstofa.
Hugmyndir um afnám einkaréttar lög-
manna til málflutnings
Þriðja málefnið sem tekið var fyrir á fundinum
snéri að hugmyndum Evrópuráðsins að setningu
reglna um starfsemi lögmanna, m.a. út frá sam-
keppnislegum forsendum, þar sem komið hefur til
tals að afnema einkarétt lögmanna til málflutn-
ings. Í máli Sys Rovsing Kock, formanns danska
lögmannafélagsins og Henrik Rothe, fram-
kvæmdastjóra félagsins, kom m.a. fram að ljóst
væri að lögmenn þyrftu að fara í vissa naflaskoðun
- ekki aðeins út frá því hvernig þeir líta á sig heldur
hvernig markaðurinn lítur á lögmenn. Skilgreina
þyrfti betur þær grundvallarreglur sem gilda um
störf lögmanna og gera viðeigandi breytingar á
siðareglum. M.a. þyrfti að gera strangari kröfur til
lögmanna um kostnaðarupplýsingar til skjólstæð-
inga í tengslum við störf þeirra auk upplýsinga-
streymis um stöðu mála og framþróun. Einnig
mætti hugsa sér staðlaða uppsetningu á tiltekinni
þjónustu sem yrði sem slík verðlögð fyrirfram.
Hins vegar bentu frummælendur á að kæmi til þess
að einkaréttur lögmanna yrði afnuminn þyrfti slíkt
alls ekki að hafa í för með sér vandamál fyrir lög-
menn, stæðu þeir sig á annað borð í samkeppni við
aðra sem byðu upp á slíka þjónustu. Hins vegar
þyrftu lögmannafélögin að mæta hugsanlegri sam-
keppni með markvissri endurmenntun og ráðgjöf,
með því að standa vörð um þær grundvallarreglur
sem hingað til hafa gilt í lögmennsku, ásamt
skýrum siðareglum og með virku innra eftirlits- og
agakerfi lögmannafélaganna. Lögmannafélögin
gætu best verndað lögmannstitilinn með því að
tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þau skilyrði
sem félögin setja, fái að nota titilinn. Bent var á
þessu sambandi að einkaréttur lögmanna væri ekki
til staðar í Svíþjóð en reynslan sýndi að almennt
væri þó leitað til lögmanna, þ.e. félagsmanna
sænska lögmannafélagsins, þar sem þeir hafi
áunnið sér traust fyrir fagleg vinnubrögð.
Samstarf lögmannafélaga
Fjórða umræðuefnið á fundinum snéri að þátt-
töku norrænu lögmannafélaganna í CCBE - sam-
tökum evrópskra lögmannafélaga og IBA –
alþjóðlegu lögmannasamtökum og hvernig sam-
starfi norrænu lögmannafélaganna væri best
borgið út frá sameiginlegum áherslum. Kari Laut-
jarvi, formaður finnska lögmannafélagsins, gerði
grein fyrir fyrirhuguðum skipulagsbreytingum á
starfsemi IBA sem kynntar yrðu á aðalfundi sam-
takanna í Auckland á Nýja Sjálandi í október n.k.
Kari benti jafnframt á að þó svo samstarf norrænu
lögmannafélaganna væri mikilvægt á vettvangi
IBA væri slíkt samstarf ennþá mikilvægara innan
CCBE, sem væri vettvangur sífellt vaxandi þáttar
Evrópusambandsins í ákvarðanatöku og reglu-
setningu í málefnum lögmanna og skjólstæðinga
þeirra. Stækkun ESB og samsvarandi fjölgun
aðildarfélaga CCBE undirstrikaði enn frekar mik-
ilvægi samvinnu norrænu lögmannafélaganna og
hugsanlega Eystrasaltslandanna þegar fram líða
stundir, við að hafa áhrif í framgang og stefnu-
mótun CCBE.
3 / 2 0 0 4