Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.09.2004, Blaðsíða 11
11 að hætta aðild. Samtökin hafa lista yfir samstarfs- aðilana og ef við þurfum að hafa samskipti við einhvern þeirra þá höfum við beint samband við þá. Síðan er hverju aðildarfélagi gert að mæta á árlega fundi sem eru mjög gagnlegir.“ Geta lögmannsstofur sótt um aðild að þessum samtökum? „Í raun gilda þær reglur að það sé aðeins ein stofa í hverri borg, eða hverju fylki, í samtök- unum. Ef samtökin vilja fá samstarfsaðila þá auglýsa þeir eftir tilnefningum og athuga mjög gaumgæfilega þá sem koma til greina. Þannig verður þetta ákveðinn gæðastaðall að vera í sam- tökunum. Bæði þessi samtök eru upprunnin í Ameríku og hafa aðalstöðvar sínar þar en þau eru mjög alþjóðleg.“ Nú virðast þessi tvö samtök svipuð, er samkeppni milli þeirra og eru margir í þeim báðum? „Vissulega er einhver samkeppni á milli þeirra og það eru ekki margir í báðum samtökunum. Það hefur oft verið rætt innan þeirra beggja að skilyrða þátttöku við að lögmannsstofur séu einungis í þeim en ekkert orðið úr því. Hins vegar er talsvert um að fyrirtæki hætti í þeim vegna þess að alþjóð- legar lögfræðikeðjur eru að kaupa þær upp og sameina þær sínum rekstri. Þetta hefur gerst á meginlandi Evrópu á síðustu árum.“ Er mikil ágóði af því að vera í þessum alþjóðlegu samtökum? „Það er erfitt að meta það beint til fjár en það er kostnaðarsamt að vera í þeim. Við greiðum visst árgjald fyrir að vera í samtökunum auk þess sem við þurfum að mæta á ársfundi, fundi félaga í Evrópu og framkvæmdastjórafundi. Þessar ferðir eru nokkuð kostnaðarsamar. Fundirnir eru hins vegar einnig fræðslufundir þannig að við lærum mikið á þeim auk tengslanna sem myndast. Það eru alltaf fyrirlestrar um ákveðin málefni og svo umræðuhópar þar sem miðlun upplýsinga er mikil. Innan félaganna eru einnig faghópar sem taka fyrir t.d. félagarétt, bankarétt og fleira. Auð- vitað fáum við einhver verkefni út á þessi alþjóð- legu tengsl. Hagsmunir okkar, og viðskiptavina LOGOS, eru meiri af því að eiga aðgang að samstarfsað- ilum erlendis heldur en að erlendir aðilar séu að leita til okkar. Samtökin eru t.d. með á heimasíðu sinni leið- beiningar um hvernig á að eiga viðskipti við fyrir- tæki í öðrum löndum og ef viðskiptavinur okkar hyggst stofna fyrirtæki í einhverju aðildarland- anna þá höfum við aðgang að upplýsingum um það. Við höfum oft leitað eftir ráðgjöf í útlöndum fyrir viðskiptavini okkar. Þörfin á því hefur færst í vöxt, ekki síst með auknum umsvifum íslenskra fyrirtækja í útlöndum. Við höfum einnig aðgang að svokölluðu „Free advice policy“ en lögmanns- stofunum er gert að veita systurstofum sínum ókeypis ráðgjöf upp að vissu marki. Við höfum einnig þurft að fá upplýsingar með stuttum fyrir- vara, t.d. svör við flóknum spurningum varðandi skattarétt og Evrópurétt, sem bárust á innan tveggja daga frá félagsmönnum á Norðurlöndum, í Bretlandi, Þýskalandi og Hollandi svo þetta er öflug samvinna,“ sagði Gunnar að lokum. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Tvö skrifstofuherbergi til leigu Að Austurströnd 3, Seltjarnarnesi eru til leigu tvö skrifstofuherbergi. Leiga þess stærra er kr. 35.000 en hins kr. 20.000. Á staðnum eru starfandi þrír lögmenn. Allt sameiginlegt fylgir. Upplýsingar veitir Ólafur Sigurgeirsson, hrl. í símum 562 1697, 561 6151 eða 892 1165. Virðingarfyllst, Ólafur Sigurgeirsson, hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.