Lögmannablaðið - 01.10.2009, Síða 18

Lögmannablaðið - 01.10.2009, Síða 18
18 < LÖGMANNABLAÐIÐ 3 / 2009 Ekkert hættulegra réttlætinu en dómstóll götunnar Upphafsorð siðareglna okkar, að lögmanni beri að efla rétt og hrinda órétti, hljóma vel og eru að mínu mati góður vegvísir um störf lögmanna. En hvernig falla þessi orð að grund- vallarreglunni um að hlutverk lög- manns ins sé að leggja sig fram um að gæta hagsmuna skjólstæðings síns? Getur það staðist að lögmenn sem gæta andstæðra hagsmuna í sama máli séu báðir að efla rétt og hrinda órétti? Eru ákærandinn, sem krefst sakfellingar í morðmáli, og verjandinn, sem krefst sýknu, báðir að vinna að því að efla réttlætið í samfélaginu? Eru lögmaður kröfuhafans, sem vill fá greitt, og lögmaður skuldarans, sem neitar að greiða, báðir að hrinda órétti? Þetta kann að hljóma þver sagnar- kennt. Ég skil markmiðssetning una um að efla rétt og hrinda órétti svo að skylda okkar lögmanna sé að standa vörð um réttarríkið. Tryggja að lausn hverrar þrætu geti náðst án ófriðar. Gæta þess að aflsmunur ráði ekki þegar dómar eru upp kveðnir. Allir menn, hversu sekir sem þeir kunna að vera, eigi þann rétt að máli þeirra sé talað. Jafnvel níðingurinn eigi rétt á því að bera fram varnir sínar fyrir hlutlausum dómara. Að standa gegn straumnum og tala máli hins for dæmda er liður í því að styrkja réttarríkið. Því ekkert er hættulegra réttlætinu en dómstóll götunnar sem fellir sína dóma án þess að staðreyndir séu kannaðar. Hvað þá að hlustað sé á skýringar og sjónarmið þess fordæmda. Sækjandi og verjandi í sakamáli vinna báðir að því að efla rétt og hrinda órétti. Sama gildir um lögmenn stefnanda og stefnda í einkamáli. Þótt kröfur og röksemdir gangi í gagn stæðar áttir vinna þessir aðilar sameiginlega að því að úrlausn þræt unnar fáist á forsendum réttar- ríkisins. Lögmaður sem gætir hagsmuna skjólstæðings síns af trúmennsku þjónar réttarríkinu. Í því felst frums kylda lögmannsins. Gestur Jónsson hrl. Að efla rétt og hrinda órétti? Þrír lögmenn svara spurningunni hver sé frumskylda lögmanna; hagsmunagæsla fyrir skjólstæðinga eða að efla rétt og hrinda órétti. gestur jónsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.