Lögmannablaðið - 01.10.2009, Qupperneq 22
22 < LÖGMANNABLAÐIÐ 3 / 2009
Innan félagsdeildar LMFÍ rúmast
blómlegt félagslíf lögmanna. Á öðrum
stað í blaðinu segir frá golfmótum
sumarsins en auk þess eru haldin
námskeið, farið í gönguferðir um fjöll
og firnindi, spilaður fótbolti, tefld skák
og gert hvaðeina sem frjóum félags-
mönnum dettur í hug. Eftir vel
heppnaða gönguferð á Heklu í sumar
hafa margir verið að velta fyrir sér hvert
gengið verði sumarið 2010. Nú er verið
að ræða um drottningu fjallanna, sjálfa
Herðubreið og væri gaman að fá við-
brögð áhugasamra við hugmyndinni.
Bókasafn
Það lætur nærri að bókasafn LMFÍ sé
notað af að minnsta kosti einum
lögmanni á dag árið um kring. Bóka-
safnið er opið virka daga frá kl. 9:00-
17:00 en lögmenn geta einnig fengið
lánaðan lykil til að nota safnið á öðrum
tímum. Vegna efnahags kreppunnar
hefur lítið sem ekkert verið keypt inn á
safnið þetta árið og eins höfum við lokað
fyrir rafrænan aðgang að Ufr og Karnov
tímabundið. Bent skal á að hægt er að
kaupa einstakar greinar Ufr og Karnov
með „pay per view“ aðgangi en einnig
eigum við flesta árganga á prentuðu
formi. Aðstaðan til fræðistarfa á
bókasafninu er eins og best verður á
kosið. Bókakostur safnsins er inni á
www.gegnir.is svo það er hægt að skoða
bókakostinn áður en komið er í safnið.
Námskeið
Á haustmisseri er stefnt að því að halda
tíu námskeið fyrir lögmenn en þar af
eru átta faglegs eðlis. Tveimur þeirra er
þegar lokið en í ágústlok var námskeið
í notkun GPS – staðsetningartækja.
Haraldur Örn Ólafsson opnaði augu
nokkurra fróðleiksfúsra um þessi
undratæki. Lögmaður LOGOS í
London, Jas Bains, hélt námskeið í
byrjun september um „English Law
Loan Facility Agreement“ þar sem
þátttakendur voru um 40 talsins.
Undirbúningur annarra námskeiða á
haustönn hefur gengið vel eins og
venjulega en lögmenn eru einkar
jákvæðir gagnvart því að miðla af
sérþekkingu sinni meðal kollega sinna.
Eru þeim færðar þakkir fyrir það. Í
október verður námskeið í matsgerðum
og sönnunargögnum með Sigurði
Tómasi Magnússyni og áfrýjun og
flutningi einkamáls fyrir Hæstarétti
með Hákoni Árnasyni og Garðari
Gíslasyni. Í nóvember verður súkku-
laðismökkunar námskeið með Viggó
Viggóssyni meistarakokki en einnig
verða þrjú fagleg námskeið; samruni,
yfirtaka og aðrar umbreytingar á
rekstrarformi út frá skattareglum með
Garðari Gíslasyni, veðréttur og þing-
lýsingar með Árna Á. Árnasyni og
Eyvindi G. Gunnars syni og neytenda-
réttur með Ásu Ólafsdóttur og Eiríki
Jónssyni. Á sjálfan fullveldis daginn
verður námskeið í skiptastjórn þrotabúa
með Kristni Bjarnasyni og Jóhannesi
Rúnari Jóhannssyni og viku síðar verður
námskeið um efnið og formið í
einkamálum, hvenær og hvernig
frávísun kæmi til álita með Einari Karli
Hallvarðssyni.
61% sótt námskeið sl. tvö ár
Í nýafstaðinni könnun Lögmanna-
blaðsins, og kynnt er á öðrum stað í
blaðinu, voru lögmenn spurðir að því
hvort þeir hefðu sótt námskeið LMFÍ sl.
tvö ár. 65% lögmanna á stofum svöruðu
því játandi og 55% innanhúslögmanna,
alls 61%.
Þeir sem svöruðu játandi gafst kostur
á að segja sitt álit á framboði námskeiða
en 87% lögmanna á stofum og 77%
innanhúslögmanna sögðu framboð
námskeiða vera mikið eða mátulega
mikið. Einungis 8% sögðu framboð
námskeiða vera lítið. Við getum því vel
við unað en þess ber að geta að eftir
námskeið er þátttakendum send gæða-
könnun og þeir einnig beðnir um að
koma með hugmyndir. Stjórn náms-
sjóðs hittist nokkrum sinnum yfir árið
og ákveður hvaða námskeið skuli halda
og því er ætíð tekið fagnandi að fá
hugmyndir að nýjum námskeiðum.
Fréttir frá félagsdeild
Eyrún Ingadóttir
Félagslíf og
fjallamennska