Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 4
4 lögMannaBlaðið tBl 04/10 heimatilbúið réttlæti og grundvallarreglur Réttlætið eR vandmeðfaRið hugtak. Jafnt í minnstu deilum og í stærstu hildarleikjum sögunnar – báðir aðilar telja jafnan réttlætið sín megin. ef ekkert annað kæmi til myndi aflsmunur ráða því hvors réttlæti næði fram að ganga þegar tveir aðilar deila. mjög snemma áttaði manneskjan sig á þessu og lögfræði varð til. Á þessum vettvangi hefur því verið haldið fram allar götur frá bankahruninu að lögmenn og aðrir þjónar réttarríkisins myndu gegna lykilhlutverki við að koma í veg fyrir að fjárhagslegt áfall bankahrunsins myndi breytast í alls­ herjar hrun samfélagsins. tíminn mun leiða í ljós hvort meira tjón hefur orðið á íslenskri samfélagsgerð við bankahrunið eða vegna viðbragða í kjölfar þess, en ljóst er þó að íslenska réttarríkið hefur, þrátt fyrir að hafa svignað undan álaginu á köflunum, staðið undir nafni. Það hefur ekki gerst fyrirhafnarlaust. að réttarríkinu er sótt úr öllum áttum. Skortur á viðunandi fjárheimildum hefur stofnað réttaröryggi landsmanna í hættu, kynt hefur verið markvisst undir vanvirðingu og fyrirlitningu í garð réttarkerfisins og þeirra sem því helga krafta sína, á skelfilega stuttum tíma hafa sjónarmið sem eiga meira skylt við réttarfar miðalda grafið um sig í íslenskri umræðu og svo virðist sem réttarumbætur og –þróun frá upplýsingaöld megi sín lítils í hams­ lausri síbyljunni. Áfallið frá haustinu 2008 hefur að mörgu leyti kallað fram það versta í íslenskri þjóðarsál. Góður maður sagði eitt sinn: „You do your worst ­ and we will do our best.“ Það er ekki til vinsælda fallið að vera á öndverðri skoðun við öskurkór bloggara og sjálfskipaða handhafa réttlætisins í íslenskri þjóðmálaumræðu. Þeir sem hæst láta skipa sínum eigin baráttumálum alla jafna skör hærra en almennum mannréttindum og ef árekstur verður þarna á milli þurfa mannréttindin að þoka fyrir „réttlætinu“. við þessar aðstæður þurfa allir góðir menn að gera sitt allra besta. endurreisn Íslands er vinsælt hugtak sem hver og einn notar til stuðnings baráttumálum sínum, eins og ólík og þau kunna annars að vera. Sama má segja um réttlætið. Sjálfskipaðar handhafar þess eru alla jafna á öndverðum meiði í íslenskri þjóðmálaumræðu nú um stundir. Á það hvort samfélagið teljist í raun og veru siðað réttarríki er réttlæti það sem býr í brjósti hvers og eins ekki góður mælikvarði. Hornsteinn réttaríkisins er virðing fyrir grundvallarreglum og mannréttindum. Þessi gildi mega ekki þoka fyrir geðshræringu og ofstopa, jafnvel þótt klætt sé í búning réttlætisins. Á erfiðum tímum eiga margir bágt með að hemja heimatilbúið réttlæti sitt og hinir sömu eiga erfitt með að sætta sig við að grundvallarreglur standi í vegi fyrir því að réttlæti þeirra nái fram að ganga. munurinn á hinu heimatilbúna réttlæti og því raunverulega felst nefnilega í því að hinu síðarnefnda verður einungis náð fram séu grundvallarreglurnar virtar og mannréttindi sett í öndvegi. verði þessu snúið á haus höfum við tapað svo miklu meiru en þeim tölum á blaði sem töpuðust í hruninu. BorGAr Þór einArsson Hdl. leiðAri

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.