Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 15
lögMannaBlaðið tBl 04/10 15 Aðsent efni annars víðum heimildum til setningar á íþyngjandi reglum eins og hér er tilfellið. 2.4. orðalag bráðabirgðaákvæðisins er hins vegar jafnframt tiltölulega skýrt í þessum efnum. Helgast það af því að ákvæðið beinist að hreyfingum sem taldar eru geta valdið „alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis­ og peningamálum“ en almennt er það svo að útflæði gjaldeyris hefur frekar slík áhrif en innflæði hans. Þetta verður einnig að virða í ljósi tilætlunar löggjafans sem augljóslega beinir ákvæðinu að útflæði gjaldeyris, fremur en innflæði hans. 2.5. einhver kynni að vísu að reyna að lesa annað út úr orðalaginu „til og frá“ landinu þannig að ákvæðið myndi takmarka gjaldeyrisflæði til landsins. Það er hins vegar vafasamt að það sé rétt skýring ef litið er til markmiðsins með setningu ákvæðisins og forsögu þess. Þess vegna má álíta að með orðunum „til landsins“ sé átt við t.d. þegar einhver selur krónur fyrir gjaldeyri og „frá landinu“ sé átt við þegar einhver kaupir gjaldeyri fyrir krónur. Þetta eru auðvitað tvær hliðar á sama peningnum en felur ekki í sér heimild til að hefta t.d. inn­ streymi gjaldeyris vegna fjár festinga. 2.6. af þessu öllu verður dregin sú ályktun að ekkert í bráðabirgðaákvæðinu veiti Seðlabanka Íslands heimild til að hindra fjármagnshreyfingar ef þær hafa það að markmiði að koma með gjaldeyri inn í íslenska efnahagskerfið. Seðla­ bankanum kann reyndar að vera heimilt að hindra útflæðið þegar gjaldeyrir er kominn inn í kerfið en getur ekkert amast við innflæðinu. Viðskipti með krónur heimil 3.0. ætla má að bráðabirgðaákvæðið hafi ekki haft að markmiði að takmarka viðskipti hér á landi sem eru gerð upp í krónum, jafnvel þótt erlendir aðilar komi að þeim. Skiptir í þeim efnum engu þótt um svonefndar aflandskrónur sé að ræða. vísast um það til þess sem að framan segir í köflum 2.0. til 2.2. en þar kemur fram að bráðabirgðaákvæðið hafði það að markmiði að sporna við útflæði gjaldeyris. markmiðið var ekki að sporna gegn innflæði gjaldeyris eða takmarka viðskipti með innlendar eignir sem eru gerð upp í krónum. 3.1. Þessu til frekari stuðnings má nefna viðbrögð löggjafans þegar í ljós komu brögð á því að gjaldeyrir vegna vörusölu til útlanda skilaði sér ekki hingað til lands í formi gjaldeyris. Ástæðan fyrir því var sú að innlendir aðilar kusu að selja erlendum aðilum vörur í skiptum fyrir krónur sem erlendu aðilarnir keyptu á svonefndum aflandsmarkaði, án þess að slíkt bryti í bága við reglur um gjald­ eyrismál. til að sporna gegn þessu var sett sérstakt nýtt bráðabirgðaákvæði í lögum um gjaldeyrismál með lögum nr. 27/2009 frá 1. apríl 2009. Það fól í sér að greiðslur vegna útflutnings á vöru og þjónustu skyldu eftirleiðis fara fram í erlendum gjaldmiðli. af þessu má gagnálykta að önnur viðskipti sem innlendir aðilar eiga við erlenda aðila sem alfarið eru gerð upp í krónum, geta átt sér stað án takmarkana. Þannig mætti til dæmis innlendur aðili sem selur erlendum aðila verðbréf semja um að salan ætti sér stað í krónum. 3.2. viðskipti hér á landi sem eru gerð upp í krónum hafa ljóslega engin slík áhrif til útflæðis. Hugsanlega má reyndar halda fram að slík viðskipti geta leitt til minna innflæðis en ella. Það stafar af því að erlendir aðilar eru e.t.v. líklegri til að kaupa fremur krónur af öðrum sem eiga krónur sem eru varslaðar af erlendum banka, það er á aflandsmarkaði, til að stunda viðskipti hér á landi. Hinu má þó ekki gleyma að bráða birgða­ ákvæðið er ekki sett til höfuðs slíku flæði, heldur fremur útflæði gjaldeyris úr íslenska efnahagskerfinu. Bráðabirgða­ ákvæðinu er með öðrum orðum ekki ætlað að auka innflæðið. 3.3. Hér verður einnig að geta þess að í 1. gr. laga um gjaldeyrismál er að finna skýringu á því hvað teljist til „fjár­ magnshreyfinga“. Þar kemur skýrt fram að fjármagnshreyfingar merki „yfirfærslu eða flutning á fjármunum milli landa“. Jafnframt segir í athugasemdum í greinar­ gerð með frumvarpi til laganna að mat á því hvar fjármálagerningur sé staðsettur fari eftir því hvar hann er út gefinn. Í greinargerðinni segir: „Þannig er verðbréf ávallt innlent ef aðili búsettur hér á landi gefur það út og gildir þá einu hvort það er gefið út hér á landi, erlendis, í íslenskum krónum eða erlendri mynt.“ 3.4. af þessu leiðir (a) að allar krónur og innistæðubréf sem eru gefin út af íslenskum bönkum, þ.m.t. Seðlabank­

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.