Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 21
lögMannaBlaðið tBl 04/10 21 UMfjöllUn nauðsyn millidómstigs Þá kom fram að nauðsynlegt væri að Hæstiréttur væri raunverulega for­ dæmisgefandi dómstóll en misbrestur gæti verið á því nú þegar rétturinn starfar oftast í þriggja manna deildum. Stofnun millidómstigs gæti komið því til leiðar að í Hæstarétti sætu 5 til 7 dómarar sem dæmdu í öllum málum, þannig fengist samræmd fordæmisgefandi niðurstaða um gildandi rétt hverju sinni. Þá væri nauðsynlegt í ljósi megin­ reglunnar um milliliðalausa sönnunar­ færslu og skuldbindingum Íslands samkvæmt mannréttindasáttmála evrópu að koma á millidómstigi þar sem endurskoðun á mati sönnunarfærslu fyrir héraðsdómi fari raunverulega fram en vegna málafjöldi fyrir Hæstarétti leiðir nú til þess að skýrslutökur fara ekki fram fyrir Hæstarétti þrátt fyrir heimild í lögum um meðferð sakamála. Í stað þess ómerkir Hæstiréttur dóminn og vísar málinu heim í hérað til nýrrar meðferðar telji Hæstiréttur annmarka vera mati héraðsdómara á munnlegri sönnunarfærslu. einnig var á það bent að verði millidómstig að veruleika væri unnt að kalla til sérfróða meðdómendur á millidómstigi en við núverandi skipan getur Hæstiréttur ekki endurmetið sérfræðilegar niðurstöður. Slík skipan myndi leiða til þess að við áfrýjun til Hæstaréttar yrði einungis skorið úr um ágreiningi varðandi lagaatriði í þröngum skilningi. til að tryggja að dregið yrði úr álagi á Hæstarétt yrði einungis unnt að skjóta dómum millidómstigs til Hæstaréttar til endurskoðunar á lagaatriðum og ákvörðunum viðurlaga. Sönnun kæmi því ekki til endurskoðunar fyrir Hæsta­ rétti og rannsóknarúrskurðir og kærumál kæmu til endanlegrar úrlausnar á millidómstigi. áskorun til stjórnvalda ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra, sem var gestur fundarins, flutti ávarp í upphafi málþingsins og tók aftur til máls í lokin. af innleggi ráðherrans var ljóst að hann sýndi málinu mikinn áhuga og skilning og enn fremur að honum var ljóst hversu brýnt það er að breyta skipulagi dómskerfisins til að bregðast við aðsteðjandi álagi áður en í óefni er komið. Í kjölfar málþingsins sendu stjórnir félaganna fjögurra dómsmálaráðherra áskorun um að beita sé fyrir því að stofnað verði millidómstig í einkamálum og sakamálum fyrir 1. júlí 2011. er það von félaganna að stjórnvöld bregðist hratt og vel við og þeirri réttarbót sem fólgin er í stofnun millidómstigs verði komið á fót án frekari tafa. Kristín Edwald hrl. f.v. ása ólafsdóttir lektor við lagadeild háskóla íslands, Jón steinar gunnlaugsson hæstaréttardómari og Valtýr sigurðsson ríkissaksóknari. ögmundur Jónasson dómsmála­ og mannréttindaráðherra og eva Bryndís helgadóttir hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.