Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 25
lögMannaBlaðið tBl 04/10 25 Aðsent efni og námskeið fyrir kennara, og söfnun ýmissa tölfræðiupplýsinga og mælinganiðurstaðna sem varða nám og kennslu. Það laganám sem ég þekki best til í dag er byggt á norrænum grunni, ef svo má að orði komast. námið er mjög krefjandi hvað umfang og inntak varðar. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að laganemum er í dag ætlað að ljúka 30 eCtS einingum á hverri önn eða að jafnaði 2 eCtS einingum á viku miðað við 15 vikna kennsluannir. Hver eCtS eining á að endurspegla 25 ­30 vinnustundir hjá nemanda. vinnuvikan á því að jafnaði að vera 50­60 klst. a.m.t. tímasókn. ég leyfi mér að fullyrða að kröfur til nemenda a.m.k. þar sem ég þekki til séu í samræmi við þessi viðmið og getur nú hver og einn litið í eigin barm og borið saman við eigin reynslu í laganámi. hvernig hefur útskrifuðum nemendum vegnað? lagadeild HR hefur frá því að deildin útskrifaði fyrsta hópinn úr meistaranámi haustið 2007 fylgst reglulega með hvernig útskrifuðum nemendum hefur vegnað. Hefur það verið gert bæði með faglegum almennum könnunum og samtölum vð nemendur og þá sem ráðið hafa nemendur okkar til starfa. Kannanir sýna að fyrrverandi nemendur okkur telja að námið sem þau fengu við lagadeild HR hafi nýst þeim vel í starfi (http://www.hr.is/rit/alumniskyrsla_ ld/). viðbrögð vinnuveitenda hafa bent til hins sama. upplýsingar um laganám. ég vil skora á lesendur lögmannablaðsins að kynna sér skipulag og inntak þess laganáms sem boðið er uppá hér á landi. Þær upplýsingar eru vel aðgengilegar á netinu (sjá hvað HR varðar: www.ru.is/ deildir/lagadeild/). ég er sannfærður um að sú skoðun mun færa lesendum heim sanninn um að námið er almennt krefjandi og vandað og síst lakara en það nám sem til boða stóð fyrir tilkomu nýju lagadeildanna „uppúr aldamótunum síðustu“. er ég þá ekki að gera lítið úr því námi sem til boða stóð fyrir fjölgun lagadeildanna og að sögn færði nemendum „mikla færni og getu til að sinna flóknum lögfræðilegum verkefnum“. að mati undirritaðs er full ástæða til að treysta starfsmönnum lagadeilda hér á landi fyrir gæðum laganámsins. til þess hafa þeir bæði menntun og reynslu. faglegar gæðaúttektir er því til staðfestu. Í því sambandi er rétt að hafa í huga og leggja áherslu á að meðal starfsmanna lagadeildanna eru einstaklingar með mikla reynslu af störfum lögmanna og dómara og af störfum í stjórnsýslunni. öll málefnaleg umræða um laganám, hvort sem það er á vettvangi lögmannafélagsins eða annar staðar , er hins vegar jákvæð og veitir nauðsynlegt aðhald. Sá sem þetta ritar lætur af störfum forseta lagadeildar HR um komandi áramót. ég vil nota tækifærið til að þakka öllum þeim fjölmörgu lögmönnum sem lagt hafa deildinni ómetanlegt lið, allt frá stofnun hennar og meðan á undirbúningi stóð, mínar innilegustu þakkir. mér telst til að í dag komi u.þ.b. 30 stundakennarar og aðjúnktar við deildina úr röðum starfandi lögmanna. framlag þeirra til lagakennslu ber lögmannstéttinni gott vitni.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.