Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 28
28 lögMannaBlaðið tBl 04/10 eftiR maRGRa ÁRa réttaróvissu hefur evrópudómstóllinn í nýlegu máli akzo nobel Chemicals ltd. og akcros Chemicals ltd. gegn framkvæmda­ stjórninni1 skorið úr um það að gögn milli innanhússlögmanna og fyrirtækja njóti ekki sömu verndar við húsleit og haldlagningu framkvæmdastjórnarinnar og gögn milli sjálfstætt starfandi lögmanna og skjólstæðinga þeirra. dómurinn rennir þannig traustum stoðum undir núverandi málsmeð­ ferðarreglur fram kvæmdastjórnarinnar við hald lagningu í samkeppnismálum. Þess er að vænta að eftirlitsstofnun efta (eSa) muni fylgja þeim reglum við húsleit og haldlagningu eSa á Íslandi þegar um er að ræða meint brot á samkeppnisreglum eeS­samningsins. Málavextir Árið 2003 gerði framkvæmdastjórn evrópusambandsins húsleit hjá m.a. fyrirtækinu akzo nobel vegna rann­ sóknar á meintu broti á sam keppnis­ reglum. Þegar fulltrúar framkvæmda­ stjórnar innar gerðu sig líklega til þess að leggja hald á tölvupósta milli innan­ hússlögmanns og annarra starfs manna sama fyrirtækis var því haldið fram af hálfu fyrirtækisins að gögnin væru undanþegin þar sem þau féllu undir trúnaðarsamband lögmanns og skjól­ stæðings. Gögnin voru því sett í umslag sem síðan var innsiglað þar til dómstóll gæti metið stöðu þeirra. Þegar málið var flutt á fyrsta dómstigi evrópudómstólsins vonuðu margir innan hússlögmenn að dómstóllinn myndi hverfa frá fordæmi sínu í máli am & S gegn framkvæmdastjórninni frá 19822 og slá því föstu að takmarkanir á haldlagningu vegna trúnaðar sam­ bandsins næðu ekki aðeins til gagna milli sjálfstætt starfandi lögmanna og skjólstæðinga þeirra, heldur einnig til gagna milli innanhússlögmanna og fyrirtækja. Það olli því mörgum von­ brigðum þegar dómstóllinn staðfesti fyrri túlkun sína frá máli am & S með dómi í máli akzo ofl. gegn fram­ kvæmdarstjórninni.3 Það kom því ekki á óvart þegar þessari niðurstöðu var áfrýjað til annars dómstigs evrópudómstólsins. Þar staðfesti síðan fjölskipaður dómur (13 dómarar) þann 14. september sl. að takmarkanir á haldlagningu vegna trúnaðarsambandsins nái aðeins til gagna milli sjálfstætt starfandi lögmanna og skjólstæðinga þeirra en ekki til gagna milli innanhússlögmanna og fyrirtækja. takmörkunin, sem hefur verið gagnrýnd mikið, er því óumdeild í dag. rökstuðningur dómstólsins Í rökstuðningi vísar dómstóllinn til niðurstöðu sinnar í máli am & S og undirstrikar að gögn milli lögmanna og skjólstæðinga séu vernduð samkvæmt evrópurétti að því gefnu að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt. Í fyrsta lagi verði gögnin að tengjast rétti skjólstæðings til þess að halda uppi vörnum í máli með vísan til grund­ vallarreglunnar um réttindi allra til þess að geta haldið uppi vörnum í máli. Í öðru lagi verði gögnin að eiga rót sína að rekja til samskipta sjálfstætt starfandi lögmanna við skjólstæðinga sína. Í því sambandi leggur dómstóllinn ríka áherslu á það að innanhússlögmenn séu bundnir skjólstæðingi sínum með vinnusambandi. Þó að innanhússlögmaður sé félagi í lögmannafélagi síns heimalands og lúti þar með siðareglum þess félags þá nýtur hann ekki sama sjálfstæðis í sínu starfi eins og sjálfstætt starfandi lögmenn. Samkvæmt dóminum hefur innanhússlögmaður þess vegna tak­ markaðra svigrúm til þess að bregðast við ef upp koma hagsmunaárekstrar milli siðareglnanna og markmiða síns vinnuveitenda. evrópudómstóllinn segir sitt síðasta orð deila um haldlagningu á gögnum sem falla undir trúnaðar­ samband lögmanns og skjólstæðings UMfjöllUn MArGrét GUnnArsdóttir AdVoKAt, ll.M

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.