Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 7
lögMannaBlaðið tBl 04/10 7 UMfjöllUn haldið fram, að almenningur krefjist þyngri refsinga fyrir afbrot. Í síðasta mánuði stóð ég fyrir vinnufundi nor­ rænna sérfræðinga í umhverfisrefsirétti og við munum vinna saman að rannsókn á þeim vettvangi. Helgi Gunnlaugsson vinnur með sérfræðingahópi um hrunið og þar er m.a. finnskur prófessor sem mikið hefur fjallað um finnsku kreppuna. allar þessar rannsóknir nýtast norrænu þjóðunum við löggjöf og úrræði gegn afbrotum og ávinningur okkar hér á Íslandi af samstarfinu í nSfK er ómetan­ legur.“ áhersla á sýnileika ráðsins nú er skrifstofa ráðsins komin með aðsetur við lagadeild háskóla íslands. hyggst þú beita þér fyrir einhverju sérstöku sem formaður? „nSfK er mjög öflug stofnun og starfið þar umfangsmikið og fjölbreytt, eins og ég hef þegar lýst. Ákveðnir viðburðir hafa líka fyrir löngu unnið sér hefð í starfi ráðsins, t.d. rannsóknar­ ráðstefnurnar, sem eru tilvalinn vett­ vangur fyrir unga fræðimenn til að kynna rannsóknir sínar. við hér á Íslandi höldum áfram því mikla og góða starfi sem unnið er á vegum nSfK. Þar að auki viljum við leggja sérstaka áherslu á að kynna starfsemi ráðsins og niðurstöður þeirra rannsókna sem unnar eru á vegum þess, gera þær sýnilegar og aðgengilegar fyrir sem flesta. liður í því er ný heimasíða sem við opnuðum nú í haust. Hún er í raun víðtækur gagna grunnur um rannsóknir, útgáfur og upplýsingar á þessu fræðasviði og hefur hagnýtt gildi fyrir alla þá sem starfa við þennan málaflokk. auk þessa verður lögð sérstök áhersla á umhverfismál og rannsóknir á því sviði á næstu árum. ég hef þegar nefnt sérfræðingahópinn sem fjallar um umhverfisbrot en á þessu sviði er einnig starfandi innan nSfK teymi fræðimanna sem hefur aðsetur við lagadeild háskólans í Ósló og vinnur að rannsóknum á sviði umhverfis­ afbrotafræði. loks má nefna að árið 2012 fagnar ráðið 50 ára afmæli og verður haldið upp á það með ýmsum hætti.“

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.